Skoða

Bláberjakaka á tvenna vegu

Ég skrapp í berjamó um daginn í yndislegu veðri, ætli það hafi ekki verið lognið á undan storminum.  Kíkti í Skorradalinn góða og átti þar góða stund í náttúrunni ásamt fjölskyldunni. Fannst berjatíðin ekki eins góð og í fyrra en náði þó að handtýna nokkur aðalbláber.

IMG_6721

Það er alltaf jafn yndislegt í Skorradalnum hvort sem maður er að koma eða fara.

IMG_7084

Bláberjakaka

240 g smjör linað
200 g sykur eða Xylo Sweet

2 stk egg

250 g hveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
1 dós jarðaberjajógurt
2 bollar bláber

Ofan á :
180 g smjör ( brætt)
125 g sykur eða Xylo Sweet
1 tsk kanill
100 g hveiti
 Kókosmjöl eða bláber og Organi bláberjasósa til að setja ofan á  blönduna

Aðferð:
Smjör og sykur hrært þar til það er ljóst og létt. Eggum bætt út í og þetta hrært vel saman. Þurrefni ásamt vanilludropum og jarðaberjajógúrti blandað saman við og hrært vel saman. Að lolum eru bláberin sett út í og hrærð varlega saman við deigið.  Sett í eitt stórt form eða tvö ca 22 cm form.  Þá er blandan sem fer ofan á smurð yfir og  kókosmjölið þar yfir. Líka gott að setja bláber og bláberjasósu yfir  og síðan bakað við 175°C í 35 – 45 mín.

Kæld aðeins og borin fram með rjóma eða ís.

Ofan á  aðferð:
Öllu blandað saman og sett yfir deigið og skreytt með kókosmjöli eða sykri.

IMG_6621

IMG_6696

Honum Grímari Degi frænda mínum fannst sko ekki leiðinlegt í berjamó.

IMG_6666IMG_6702

IMG_7125

IMG_7122

Myndin hér að neðan sýnir hvernig kakan lítur út þegar blandan sem fer ofna á er smurð yfir.

IMG_7088

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts