Skoða

Kastalakaka

Tignalegur og flottur þessi prinsessukastali. Hentar stelpum á öllum aldri.

Þá er að láta verkin tala og byrja á herlegheitunum. Ef gera á svipað stóran kastala og á þessari mynd þarf að nota 4 ofnskúffur af súkkulaðiköku. Það skal tekið fram að það er vel hægt að hafa kökuna minni.

Sykurmassi: Bleikur: (1/2), hvítur: (1 ) og fjólublár (1/2)

Búið til form af kastalanum með það í huga hvernig  þið horfið ofan á kastalann. Í þessu tilfelli er kassi í miðjunni og fjórar súlur á hornunum. Skerið kökuna í nokkur lög og setjið smjörkrem á milli. Smjökrem er einnig smurt ofan á kökuna og sykurmassi settur yfir. Bleikur sykurmassinn er settur sér á hverja súluna eins og sjá má á myndunum. Efra húsið er sett á og gert það sama við það. Turnarnir eru búnir til úr 4 ísformum sem eru húðuð með súkkulaði, þannig linast þau síður. Sykurmassi er settur á ísformin og þau síðan látin mynda turna. Kastalinn er skreyttur með sykurkúlum og nammi. Til að gera kastalann ævintýralegri er sniðugt að nota leikfangafólk sem sett eru hjá kastalanum. 2 stk af Curley worly  eru  notuð fyrir handriði og súkkulaðiplata fyrir brú.

Skref fyrir skref:

2 comments
  1. þessi kaka finst okkur mæðgum alveg ótrúlega flott og það er sko búið að panta eina svona fyrir næsta afmæli…sjáum til hvernig mér mun ganga með þetta heheh… en hvernig er það eru þessar kökur ekki alveg ótrúlega þykkar ???

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts