Skoða

Gulrótarkaka

Gulrótarkaka

1 bolli Dan Sukker sykur
1 bolli Dan Sukker púðursykur
2 egg
1 ½ bolli rifnar gulrætur
½ bolli kurlaður ananas, má sleppa.
1 bolli matarolía
1 tsk vanilludopar
2 bollar Kornax hveiti
1 tsk. lyftiduft
½ tsk kanill

Aðferð:

Þeytið sykur og egg saman. Bætið gulrótum, ananas, matarolíu og vanilludropum saman við. Blandið hveiti, lyftidufti og kanil saman í aðra skál. Þurrefnunum er síðan blandað saman við eggjahræruna.
Bakið í 30-40 mínútur við 170 gráða hita.

Gulrótarkrem:

  • 400-500 g rjómaostur (gott að taka út úr ísskáp nokkru áður).
  • 200 g. flórsykur
  • 1-2 tsk vanilludropar.
  • 20 g smjör

Aðferð: Hrærið öllu saman í skál. Gætið þess að hræra ekki of lengi því þá getur kremið orðið of lint.

2 comments
  1. Sæl
    er vont að skreyta gulrótaköku með sykurmassa? Verður það vont á bragðið?
    Kv. Hanna

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts