Sannkölluð prinsakaka
Þessi fallega skírnarkaka er fyrsta skírnarkakan sem við gerum fyrir strák. Kakan heppnaðist með eindæmum vel og að okkar mati ein sú fallegasta kaka sem við höfum gert.
Kakan er gerð úr svampbotnum sem bakaðir eru í sérstöku koddamóti. Jarðarberjarjómafylling er sett á milli og síðan er kakan hjúpuð með sykurmassa. Ferlið sjáft og uppskriftina má finna hér.
Kakan er skreytt með hvítum sykurmassa sem er flattur út á Swirl sykurmassamunsturmottu. Ég persónulega elska að nota munsturmottuna vegna þess að hún gefur fallega áferð án mikillar fyrirhafnar. Sykurmassinn er síðan settur á kökuna, snyrtur til og speyjaður með hvítu perluspreyi.
Kakan er skreytt með bláum borða sem er búinn til með Patchwork skera. Sólbómin eru skorin með PME sólblómamóti og fiðrildin með sílikonmóti.
Stafirnir eru gerðir með Patchwork stafamótum.
Barnið sjálft ofna á koddan um er búið til með sílikonmóti og teppið undir barninu er gert með bútasaumsmunsturskera.
Blái borðinn á kökunni, fiðrildin, stafirnir, blómin og koddinn eru spreyjuð með ljósbláu satínspreyi.
Til að fullkomna kökuna þá var Hvítu Hologram glimmeri sáldrað yfir hana.
Skref fyrir skref
Æðislega falleg kaka, og innihaldið hljómar mjög vel 🙂
dásamleg kaka hjá ykkur 😀
Vá þessi er flott
Æðisleg skírnarterta væri svo mikið til í að fá eina svona fyrir systur mína sem er að fara að eiga á næstu dögum 🙂
Glæsileg terta!!! Væri alls ekki leiðinlegt að fá svona munsturmottu í afmælisgjöf en bestu afmælisgjafirnar sem ég fæ er einmitt kökuskreytingarvörur 🙂
Þessi kaka er alveg rooooosalega falleg!!! Er akkurat svona temmilega skreytt fyrir strák 🙂 Mér finnst hún algjört æði!
Þessi er alveg æðisleg:)
Æðisleg kaka hjá ykkur. Væri til í bleika svona útgáfu fyrir dömuna mína sem á að fara að skíra 🙂
Þessi kaka er bara æði!
ji hvað þetta er fallegt! Svona mun skyrnarkakan vonandi lita ut hja mer eftir 3manuði:)
Þetta er listaverk hjá ykkur. Rosalega falleg 🙂
Rosa falleg og öruggleg mjög góð kaka 🙂
Svakalega er þetta yndislega falleg kaka!!!! Hefði sko alveg viljað hafa svona köku í skírninni hjá syni mínum 🙂
Vá hún er Geðveikt
Æðislega falleg kaka
ótrúlega falleg kaka:)
VÁ!! geggjuð kaka 🙂
Virkilega flott kaka og girnileg. Munsturmottan er alveg að gera sig þarna og kakan nýtur sín á allan hátt.
Vá, fallegasta skírnarkaka sem ég hef séð!
vá vá vá hvað þetta er flott skírnarkaka 🙂
Vá þessi kaka er geðveik! Væri gaman að fá þessa mottu í jólagjöf, gefur skemmtilegt mynstur á kökuna.
Yndisleg kaka. Myndi þyggja hana fyrir barnabarnið sem á að skíra annan í jólum. Hann að koma frá Noregi á Þorláksmessu og engin tími til að búa til svona flotta köku.
Vá, ekkert smá flott, eflaust þvílík vinna enda sér maður hvað smáatriðin eru flott!
Hvað kostar svona kaka hjá ykkur?
Flott kaka og mjög girnileg.
Þvílíkur heiður að hafa fengið þessa köku fyrir Daníel Úlfar okkar. Þetta er fallegasta kaka sem ég hef nokkurn tímann séð, við ætluðum varla að tíma að skera í hana. En eins gott að við létum vaða, því hún var dásamlega góð líka!:)
Takk enn og aftur fyrir elsku kláru mömmur.
knús
En æðislega flott kaka. Væri heldur ekki amalegt að eignast svona mottu, er einmitt að fara að baka á föstudaginn fyrir útskriftarveisluna mína 🙂
Vááá í einu orði sagt, þvílíkt listaverk 🙂
Jeminn hvað þetta er falleg kaka!!! Hljómar líka alve gsérstakleg gómsæt !:)
Mun án efa nýta mér þessa uppskrift í framtíðinni við bakstur 🙂
ég er að fara að skíra snemma á næsta ári og ég er vel til í þessa köku! reyndar ætlar henn ekki að heita Daníel Úlfar, en vá hvað þetta er gyrnileg kaka!
Vildi að ég hefði haft þessa til viðmiðunar þegar ég var að leita að skírnartertuhugmyndum í vor!
jidúdda mía hvað þetta er falleg kaka..vá hvað ég hefði viljað vera með svona fallega köku í skýrninni hjá mínum.. sá sem hanna þessa er snillingur ;);)
Rosalega flott kaka… hugsa að fólk hafi haft kökkinn í hálsinum við að skemma hana og borða 😉 Til hamingju með þetta listaverk 🙂
Ekker smá falleg kaka!
Vá hvernig gastu gert strákinn !!
Svakalega falleg kaka hjá ykkur! Finnst glans spreyið alltaf svo fallegt, enda hef ég notað það mikið síðan ég keypti það hjá ykkur.
Án efa fallegasta skírnakaka sem ég hef séð, algjört listaverk.
Æðislega flott kaka hjá ykkur. Ein sem vinnur með mér var í þessari veislu og hún vildi helst ekki borða kökuna en fannst hún svo rosa góð.. 🙂 Alltaf gaman að gera fallega köku 🙂
Parabens!!! Este bolo é o mais lindo que alguma vez vi… em Portugal nunca vi nenhum bolo tão bonito. Espero que continuem com a mesma criatividade.
Til hamingu!!! Þessi kaka er sú allra fallegasta sem ég hef séð… Ég hef aldrei séð svona fallega köku í Portugal. Ég vona að þið haldið áfram með ykkar sköpunarverk.
Vá! Æðislega flott kaka hjá ykkur, algjört meistaraverk! Eins og reyndar allar kökurnar ykkar 🙂
Sjúklega flott kaka!! Dóttir mín er einmitt að fara að skíra son sinn næsta sunnudag, mikið væri ég til í að geta gert svona flotta köku fyrir hana :o)
Glæsileg!! 🙂
Þetta er bara glæsilegasta skírnarkaka sem ég hef séð (o;þ
Glæsileg skírnarterta í alla staði.
Ekkert smá falleg kaka! Alveg himnesk! Mikið væri ég til í að geta gert svona! 🙂
Vá, þessi er æðisleg!
Vááá !! Þetta er stórglæsileg skírnarkaka.
Geðveikt falleg kaka 🙂
geggjað flott er alveg heilluð væri ofsalega til í svona munsturmottu er að fara halda upp á afmæli í endaðan desember 🙂
Ofsalega falleg kaka!