Skoða

Skírnarkaka fyrir strák

Sannkölluð prinsakaka

Þessi fallega skírnarkaka er fyrsta skírnarkakan sem við gerum fyrir strák.  Kakan heppnaðist með eindæmum vel og að okkar mati ein sú fallegasta kaka sem við höfum gert.

Kakan er gerð úr svampbotnum sem bakaðir eru í sérstöku koddamóti. Jarðarberjarjómafylling er sett á milli og síðan er kakan hjúpuð með sykurmassa.  Ferlið sjáft og uppskriftina má finna hér.

Kakan er skreytt með hvítum sykurmassa sem er flattur út á Swirl  sykurmassamunsturmottu.  Ég persónulega elska að nota munsturmottuna vegna þess að hún gefur fallega áferð án mikillar fyrirhafnar. Sykurmassinn er síðan settur á kökuna, snyrtur til og speyjaður með hvítu perluspreyi.

Kakan er skreytt með bláum borða sem er búinn til með Patchwork skera. Sólbómin eru skorin með PME sólblómamóti og fiðrildin með sílikonmóti.

Stafirnir eru gerðir með Patchwork stafamótum.

Barnið sjálft ofna á koddan um er búið til með sílikonmóti og teppið undir barninu er gert með bútasaumsmunsturskera.

Blái borðinn á kökunni, fiðrildin, stafirnir, blómin og koddinn eru spreyjuð með ljósbláu satínspreyi.

Til að fullkomna  kökuna þá var Hvítu Hologram glimmeri sáldrað yfir hana.

 Skref fyrir skref

83 comments
  1. Vá þetta er algjör snilld, “við” erum að fara að skíra þriðja barnabarnið strax eftir jól og ég hef tekið að mér að baka og skreyta svo væri hreint ekki slæmt að hafa eina svona Swirl munsturmottu til að gera þetta enn flottara 🙂 Jólakveðjur frá Guðbjörgu ömmu 🙂

  2. Þessi er bara æðisleg, glansar svo fallega. Þið eruð sannarlega snillingar. Það væri æði að fá svona mottu. Ég er komin á fullt að æfa mig.

  3. Þetta er flottasta skírnarkaka sem ég hef séð og það hefði sko ekki verið amarlegt að fá að borða hana 🙂 miðað við lýsinguna, namm, þar sem barnabarnið mitt á afmæli í janúar, væri flott að fá eina afmælisköku fyrir 3ja ára dömu 🙂

  4. hreint út sagt dásamlega falleg skírnarkaka, hefði viljað hafa svona fallega köku hjá mér

  5. Vá, hef hreint út sagt aldrei séð jafn glæsilega köku. Ef ég myndi eignast annað kríli myndi ég án efa reyna að kaupa eina hjá ykkur 🙂

  6. vá ekkert smá falleg terta.. algjört listaverk. 🙂 ég elska að skoða kökunar ykkar 🙂

  7. Þetta er ótrúlega fallegt! ótrúlegt að það sé hægt að búa til svona listaverk úr mat! 🙂

  8. Vvvvvààà… geggjuð kaka, er sko alveg komin með frábæra hugmynd að skírnarköku fyrir litlu Marsbúana mína þegar að þau verða skírð í vor!

  9. Þetta er klárlega fallegasta skírnarkaka sem ég hef séð, hvert smáatriði er svo fullkomið. Algjörir snillingar !

  10. Langar mikið í svona mottu svo að ég geti farið að æfa mig í að gera svona flotta köku 😀

  11. Æðisleg í alla staði og vel útfærð =) Hvert smá atriði vel út hugsað. Þið eruð algjörir snillingar:)

  12. væri alveg til í svona mottu, ætla að búa til brúðartertuna mína á næsta ári, er byrjuð að æfa mig og vað væri toppuirnn að fá svona!

  13. Ekkert smá falleg kaka! Alveg himneskt listaverk! Það væri rosalega gaman að geta gert eitthvað eins og þetta! 🙂

  14. þessi kaka er æðisleg. ég væri til í að eiga svona munsturmottu. takk fyrir að vera með svona æðilsega síðu, hef fengið margar hugmyndir frá ykkiur í barnaæfmælin

  15. Váá.. hún er æði :)) Ég væri sko til í að græja svona tertu fyrir skírnina hjá mínum peyja 🙂

  16. Ofboðslega falleg kaka! Ein fallegasta skírnarkaka sem ég hef séð. (sendi þessa athugasemd aftur því ég gleymdi að skrifa eftirnafnið mitt við fyrri athugasemdina)

  17. Ég er eiginlega bara orðlaus, þetta er svo ótrúlega fallegt handverk hjá ykkur stelpur. Innilega til lukku með þetta (ég veit að ég er of sein að vera sett í pottinn vegna mottunannar þar sem það er 17 des í dag, ég bara mátti til að hrósa ykkur …..snillar 🙂

  18. glæsilega kaka. En hvaða patchwork skera notaðir´þú í blúnduna? fann hann ekki á heimasíðjunni ykkar

    kv

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts