Skoða

Skvísutaska

Þessi skvísutaska er tilvalin fyrir skvísuafmælið!

Kakan er búin til með 2 ofnskúffum af kókós, súkkulaðiköku. Ofnaskúffurnar eru skornar í sundur og krem sett á milli.  Ofnskúffurnar eru síðan (þegar búið er að setja þær saman aftur) skornar í tvennt.  er síðan skorin í tvennt og smjörkrem sett á kökuna og hinn búturinn settur á. Kakan er hlaðin upp og rúnuð með beittum hníf efst. Smjörkremið er sett utan um kökuna. Bleikur sykurmassi er flattur út og settur á kökuna. Það þarf að vanda til verks þegar sykurmassinn er lagaður til og passa þarf vel upp á að ekki myndist horn neðst. Til að koma í veg fyrir það er sykurmassinn flattur nógu mikið út áður en hann er settur á kökuna. Rennilás er búinn til með hvítum sykurmasa sem litaður er með silfurlituðu dufti. Mynstrið er búið til með sykurmassaskera með munstri, hálfmánaskeri hentar líka mjög vel. Blómin eru búin til með hvítum og svörtum sykurmassa með blómamóti og skreytt með mismunandi mánadufti eða satíndufti. Silfurlitaðar eða hvítar sykurkúlur eru notaðar í miðjuna á blómunum. Haldfangið á töskunni er búið til með því að brjóta saman álpappír, blað utan um og sykurmassann utan um blaðið. Járnvír er settur inn í handfangið til að það haldi laginu. Gum past gæti hentað vel til að gera haldfangið en það er fjótara en sykurmassinn að harðna. Rendurnar á hliðunum og handfanginu eru búnar til með munsturskera. Snyrtidótið er búið til úr sykurmassa. Nafnið á bakkanum er búið til með Funky style stafamótum.

Skref fyrir skref:

SkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaskaSkvísutaska

24 comments
  1. vá hvað þetta er flott kaka:)
    vona að ég geti gert hana einhvern tímann:)

  2. Já sæll en flott kaka. Vonandi get ég búið svona til fyrir einhverja stelpu :):)

  3. Vá hvað þið eruð frábærar í kökugerð þið mæðgur… þessi kaka er geggjuð 🙂

  4. Þið eruð algjörir snillingar, skvísur!! Eins og ég segi svo oft: Ég myndi ekki tíma að borða þetta!

  5. er hægt að panta svona köku ? 😀
    ég er ekki með þolinmæði í að baka svona flotta köku :):)

  6. Takk fyrir hrósið! Við erum því miður ekki að baka fyrir aðra. Heimasíðan okkur er aðeins hugsuð sem leiðbeiningasíða.

    Væri ekki gaman að prófa eina?

  7. Þessa tösku langar mig að gera fyrir hana Nínu Björk mína sem er 11 mán,er hægt að kaupa hjálparhluti hjá ykkur?kveðja

  8. svakalega er þessi kaka flott en mig vantar helló kittý kerti eigið þið svoleiðis kerti viljið þið vera svo væn að láta mig vita

  9. Getiði sagt mér uppskriftina af þessari? 🙂 Er að fara að fermast og langar rosalega í þessa!

  10. Vá ! en hvernig gerir maður sykurmassa svartan ?
    kann bara að gera hvítan 😉

  11. Sykurmassinn er litaður með svörtum matarlit sem settur er út í sykurpúðana þegar verið er að bræða þá. Svartur er einn sá erfiðasti til að ná dökkum en hefst með því að bæta meiri matarlit en þú ert vön að gera. Það getur því farið 1 dós af matarlit í 1 uppskrift. Þá þarf að minnka vatnið á móti í uppskriftinni. Ef þú ert að nota lítið af svörtum gæti verið betra að lita hvítan massa eftir á. Margir bæta kakói útí blönduna til að dekkja grunninn og síðan svörtum matarlit. Hafa skal í huga að þá kemur aðeins öðruvísi áferð á massann og kaskóbragð.

  12. Frábær síða og meiriháttar flott kaka hjá ykkur sem mig langar að reyna að útbúa fyrir dóttur mína þegar hún á afmæli:)
    En ég er með spurningu varðandi leiðbeiningarnar –>,,Kakan er skorin í tvennt og bananakaramellusmjörkrem er sett á milli. Kakan er síðan skorin í tvennt og smjörkrem sett á kökuna og hinn búturinn settur á. Kakan er hlaðin upp…” Er ekki alveg að skilja þetta. Er kakan skorin í tvennt og síðan hvor helmingur aftur í tvennt eða er kakan bara einu sinni skorin í tvennt? Hvað áttu við með hlaðin upp? Vona ég fái svar fljótlega svo ég geti spreytt mig á kökunni:) Með fyrirfram þökk.
    Bestu kveðjur:)

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts