Skemmtilegur leikur sem lífgar upp á veisluna.
Brúðguminn er fenginn til að koma framfyrir háborðið og setjast á stól. Brúðurinn stendur fyrir framan stólinn sem hann situr á. Veislustjóri eða annar kemur og tekur brúðgumann úr öðrum sokknum og klippir hann í tvennt. Um leið segir veislustjórinn að nú hafi brúðurin 20 ár til að ljúka við að sauma sokkinn saman. Sokkarnir eru settir í poka og afhentir brúðurinni. Munið að hafa annað sokkapar fyrir brúðgumann.