Skoða

Stærðfræði og Kökuskreytingar

Skapandi stærðfræði er málið

Ég fór á Listasýningu um daginn sem helguð er “Skapandi stærðfræði”. Verkefnin eru unnin í tengslum við stærðfræðikennslu Borghildar Jósúadóttur en hún hefur lagt mikla áherslu á skapandi stærðfræði í kennslu sinni í Grundaskóla á Akranesi og má segja að henni  takist á sinn snilldarlega hátt að kalla fram það besta hjá nemendum sínum í þessum verkefnum. Steinunn Guðmundsdóttir koma að uppsetningu verkanna ásamt Borghildi.

Ástæðan fyrir því að ég set þessa færslu hér inn er sú að kökuskreytingar tengjast á margan hátt stærðfræði.

Hér má sjá þær stöllur Borghildi og Steinunni.

Þegar ég labbaði um sýningum varð mér hugsað um öll munstrin og þá fegurð sem stærðfræðin býður upp á.  Möguleikarnir eru óendanlegir og að sjálfsögðu fór ég að hugsa um kökur, hvað annað.

Það má segja að kökuskreytingar tengjist á margan hátt stærðfræði.

Stærðfræðin hefst þegar byrjað er að vigta og mæla þau hráefni sem þarf í uppskriftina, síðan þarf stundum að helminga uppskriftir eða stækka.

Þegar mæla á út stærð kökunnar, hæð og lögun þarf að beyta stærðfræðiauganu og oftar en ekki er maður með mælitæki sér til aðstoðar.

Síðan eru það skreytingarnar þar koma munstrin, mælingar, gullinsnið og svo mætti lengi telja.  Þegar okkur finnst kaka hafa heppnast einstaklega vel þá má segja að hún hafi rétt hlutföll og gullinsnið að leiðarljósi.  Kannski eitthvað sem við gerum ómeðvitað.  Þannig er þetta líka með fegurð heimsins, fólksins og svo mætti halda áfram.

 

Hér er unnið með stafi og unnin listaverk út frá þeim.

Hér mátti leika sér með stærðfræðikubba sem settir eru saman á ýmsa vegu. Voða gaman.

Hér má sjá kjóla sem Borghildur saumaði í náminu sínu. Tengingin við stærðfræðina er augljós.

Eftir sýninguna skelltum við okkur á Kaffihúsið sem er í sama húsi og sýningarsalurinn. Garðakaffi, ég mæli með að þegar þið eigið leið um Akranes að skella ykkur á þetta kaffihús. Yndislegar veitingar og síðan er hægt að slá þrjár flugur í einu höggi með því að skoða Steinasafn Akraness og Íþróttasafn Akraness á sama stað.

Alltaf gaman að skreppa á sýningar og gæða sér síðan á ljúffengum kökum í lokinn.

 

 

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts