Skoða

Perlumálning á kökurnar, konfektið og kökupinnana

Þekkir þú ást við fyrstu sín?

Það má vera en ást við fyrstu notkunn?

Það get ég nú sagt ykkur að þegar ég fékk í hendurnar þessa yndislegu perlumálningu þá gjörsamlega féll ég fyrir henni.  Hef ekki getað hætt að nota hana síðan.

Þessi perlumálning er þeim eiginleikum gædd að hún er tilbúin til notkunnar eins og hún kemur fyrir í flöskunni. Þarf ekki að hafa áhyggjur af því að blanda vökva (vodkta, isopropanal eða sítrónusafa) eins og þegar maður notar duftlitina.

Áferðin er einstök en hægt er að bera málninguna á sykurmassa og  súkkulaði með svampi, pensli eða setja hana beint í airbrush tækið.  Gæti það nokkuð verið dásamlegra.

Ef þú villt slá í gegn með fallega konfektmola þá er um að gera að dýfa pensli í dósina og pensla síðan yfir molann.  Bara geggjað.

 

Nokkrar hugmyndir þar sem við höfum notað perlumálningu!

 

 

1 comment
  1. Spennandi þessi kökumálning, er alveg óhætt að borða hana ??
    kv Andrea

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts