Þessi hugmynd hitti beint í mark hjá Star Wars afmælisstráknum mínum!
Uppskrift:
- 480 g súkkulaði (ég nota oftast til helminga Nóa Síríus mjólkursúkkulaði og suðusúkkulaði)
- 1 lítil dós síróp
- 150 g smjör
- 280 g Rice Krispies
Aðferð: Súkkulaði, síróp og smjör sett í pott. Hrærið stöðugt í á meðan súkkulaðið er að bráðna. Hrærið áfram í 2 mínútur. Rice Krispies blandað saman við og hrært þar til allt er blandað vel saman. Mótið sverðin á bökunarpappír og látið kólna.
Það getur ekki orðið mikið einfaldara að henda í eina Rice Krispies uppskrift og móta síðan á bökunarpappa það mót sem þú ætlar að gera. Í þessi tilfelli voru gerð Star Warssverð.
Þegar ég var búin að móta sverðin þá leyfði ég þeim að kólna en þá var hægt að lita þau. Ég notaði borðanlegt litarsprey en hún gerði þessa fallegu áferð á sverðunum. Einnig hægt að lita súkkulaði og hella fyrir sverðin.
Mjög flott sverð, strákarnir mínir yrðu ánægðir með þetta 🙂
sniðug og auðveld lausn, kröfur hjá mínum eru akkúrat Star Wars og held ég nú að sverðin verði allavega á borðinu.. glæsilegt
Algjört snilld…… þetta á ég eftir að gera og segja frá þesari hugmynd ;D
Gerði svona handa strákunum mínum, vakti mikla lukku
hvar færðu svona litasprey? 🙂
Spreyið gæti fengist í versluninni Allt í Köku, Ármúla RVK