Skoða

Vinningshafar í Bollakökukeppni

Bollakökukeppni

Það var þrautinni þyngri að velja vinningshafa í Bollakökukeppninni en um 230 hugmyndir bárust í keppnina. Hugmyndirnar voru fjölbreyttar og frá fólki á öllum aldri.

Dómnefnd var skipuð af aðilum frá mömmur.is og Vikunni og lentu eftirfarandi kökur í vinningssætum.

Bollakökukeppni1. sæti: Eyrún Ösp Birgisdóttir en hún var með fallega bollaköku skeytt með smjörkremi og einstaklega vel unnu sykurmassaprjónadóti.

Fyrir 1 sæti  hlýtur Eyrún Ösp  glæsilega vinninga:1 árs áskrift af VIKUNNI, Digital mælikönnu frá ELKO, Konfektkassa og stútfulla körfu af súkkulaði frá NÓA SÍRÍUS, Cupcakesskreytingarsett, kökufkefli og blómamót frá MÖMMUR.IS, , Gjafapoka frá ODENSE og HARIBO með marsípani, núgat og hlaupi, Hveiti frá KORNAX og Cupcakestand, cupcakesbökunarform, cupcakespappaform, bökunarskál, áhöld, viskustykki og svuntu frá IKEA.

 

 

 

Bollakökukeppni2. sæti  Kristbjörg Ágústsdóttir en hún var með fallega bollaköku skreytta með smjörkremi og fallegum sykurmassablómum.

Fyrir 2 sætið  hlýtur Kristbjörg glæsilega vinninga: Digital mælikönnu frá ELKO, Konfektkassa og stútfulla körfu af súkkulaði frá NÓA SÍRÍUS, Svuntu frá SMÁPRENT, Cupcakesskreytingarsett, kökufkefli og blómamót frá MÖMMUR.IS, 6. mánaða áskrift af VIKUNNI, Gjafapoka frá ODENSE og HARIBO með marsípani, núgat og hlaupi, Hveiti frá KORNAX og Gjafabréf fyrir tvo á kvöldverðarstaðinn NÍTJÁNDA

 

 

 

Bollakökukeppni3. sæti Þórdís Bjarney Guðmundsdóttir en hún var með stílhreina og fallega bollaköku skreytta með sykurmassalegokubbum og munstri.

Fyrir 3 sætið  hlýtur Þórdís glæsilega vinninga: Digital mælikönnu frá ELKO, Konfektkassa og stútfulla  körfu af súkkulaði frá NÓA SÍRÍUS, Svuntu frá SMÁPRENT, Cupcakesskreytingarsett frá MÖMMUR.IS, 6. mánaða áskrift af VIKUNNI, Gjafapoka frá ODENSE og HARIBO með marsípani, núgati og hlaupi, Hveiti frá KORNAX og Stillanlegt GEFU kökukefli frá LIFU.

 

Við þökkum keppendum fyrir þátttökuna

GefuElkovikan

2 comments
  1. Sælar
    Er hægt að fá uppgefið hvernig þær náðu þessum sérstæðu skreytingum í bollukeppninni? Ég er að fiska eftir því hvernig hægt er að gera svona mjóar ræmur í fígúru-skreytingunni hjá Þórdísi Bj. Guðmundsdóttur? Og hvað er notað í augun o.s.frv.

    kv. Hildur

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts