Snilld að geta gert rétt rétt fyrir veisluna og slegið samt í gegn. Þessi er einmitt einn af þeim. Tekur enga stund og skemmtilegur á borði.
- Prep Time: 10m
- Cook Time: 10m
- Total Time: 20m
- Serves: 6 manns
- Yield: 1 réttur
Ingredients
Hráefni í réttinn
- Allt sett saman í pott og hitað þar til allt hefur samlagast.
- 6 msk rjómi frá gott í matinn
- 100 g rjómasúkkulaði
- 1 poki bingókúlur
- Lakkríssósa – sjá uppskrift
- Kirsuberjasósa – tilbúin í krukku eða fernu
- 300 ml rjómi frá gott í matinn – þeyttur
- 1 dós vanilluskyr
- 1 dós súkkulaðiskyr
- Hraunbitar
Aðferð:
Lakkríssósa
Instructions
- Rjóminn er þeyttur og skyri blandað saman við.
- Hraunbitarnir eru muldir og settir í botninn á glasi/móti/skál.
- Skyrblandan er sett yfir mulninginn.
- Hraunbitamulningur þar yfir ásamt lakkríssósu.
- Skyrblandan er því næst sett yfir.
- Kirsuberjasósunni er þá hellt yfir þar til búið er að þekja glasið/mótið/skálina.
- Hraunbitamulningur er notaður til að skreyta.