Skoða

Bismark bollakökur

Það er vel hægt að gera bollakökur úr kökumixi en þá er deiginu skipt niður í smærri form. Kökurnar eru síðan skreyttar að vild.  Hér er skemmtileg útfærsla að hátíðarlegum bollakökum.

Ingredients

Bollakökur 24 stk

 • 1 pakki Betty Crocker cluten free Djöflakökumix
 • 4 stk egg - soðin
 • 125 ml olía
 • 250 ml vatn
 • 100 g bismark mjólkursúkkulaði

Krem

 • 1 Dós Betty Crocker rjómaostakrem/ vanillukrem
 • 1 Rauður matarlitur

Skreyting

 • 100 g Odense marsipan - hvítt útflatt
 • 1 Fíngert kökuskraut

Instructions

Aðferð:

 1. Djöflakökumixið er sett í skál ásamt eggjum, olíu og vatni. Hrært vel í ca. 3 mínútur.
 2. Deigið er sett í bollakökuform, c.a. hálft formið.
 3. Bismark súkkulaðið er brytjað í litla bita og sáldrað yfir hverja köku.
 4. Bakað við 180°C gráður (yfir og undirhita) í um 22 mínútur eða þar til þær eru bakaðar í gegn.
 5. Þegar bollakökurnar hafa kólnað er kreminu sprautað með 1M stjörnustúti. Það kemur vel út að setja örlítið af rauðum matarlit í brúnirnar á sprautupokanum en þá koma skemmtilegar renndur á kremið.
 6. Marsípan snjókorn eru búin til úr útflöttu marsípani en það er hægt að kaupa tilbúið út í búð. Snjókornamót er notað til að búa til munstrið.
 7. Hvítu kökuskrauti er sáldrað fyrir kökurnar.
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.