Eins og mér finnst það nú ótrúlegt þá eru 4 ár síðan við opnuðum þessa heimasíðu, mömmur.is.
Þessi tími hefur flogið áfram og hugleiði ég nú hversu mikil áhrif hún hefur haft á líf okkar sem stöndum að síðunni.
Þegar við systurnar ásamt móður okkar fórum í þetta kökuferðalag hefðum við ekki trúað hvað það hefði í för með sér.
Ómeðvitaðar um þær vinsældir sem síðan myndi hljóta fundum við upp nafnið mömmur.is sem mér finnst í dag algjör snilld. Ég man að það tók okkur systurnar allt sumarið að finna nafn sem við vorum sáttar við. Allar pælingarnar, vinnan og metnaðurinn sem við lögðum á okkur.
Fáum oft spurningar út í nafnið; hvernig datt ykkur mömmur.is í hug? Ég segi alltaf, það kom til okkar einn daginn og við ákváðum að nota það. Fannst það svo kjörið þar sem við vorum allar mömmur sem stóðum að vefnum.
Áður en við opnuðum síðuna var ég búin að halda úti annarri síðu í um eitt ár þar sem ég setti inn myndir af öllum þeim kökum sem ég gerði fyrir afmæli stráksins míns. Sú síða var mjög vinsæl, eiginlega lygilega vinsæl þar sem enginn átti að vita um hana. Þá koma sú hugmynd hjá okkur systrum að vöntun væri á síðu sem þessari, hjálparsíðu fyrir fólk í kökuhugleiðingum. Systir mín hún Tinna Ósk er tölvukonan af okkur, lærður gafískur miðlari og hefur hún séð um allt það sem viðkemur heimasíðunni, þ.e. útliti, auglýsingum, ráðgjöf við makaðssetningu og svo mætti lengi telja.
Fljótlega eftir að mömmur.is opnaði fór orðspor síðunnar að berast og fjölmargir farnir að nota síðuna. Það urðu síðan tímamót þegar þátturinn Ísland í dag hafði samband við okkur og vildi forvitnast meira um það sem við vorum að gera. Það má segja að þá hafi orðið sprengin. Ég man svo vel eftir deginum sem þátturinn var sýndur en þá sprakk heimasíðan algjörlega. Heimsóknirnar urðu svo margar að kerfið sem við notuðust við þoldi ekki álagið og síðan hrundi. Ég myndi segja að með þesari umfjöllun þá hafi orðið ákveðin þáttaskil fyrir okkur í mömmur.is
Þessi kaka var gerð sérstaklega fyrir þáttinn og vakti hún heldur betur lukku og þá sérstaklega meðal þeirra sem tóku upp viðtalið.
Síðan þarna þá hefur heimasíðuan vaxið og dafnað og má segja að með tilkomu hennari hafi “Sykurmassaæðið” hafist en engar sambærilegar síður voru þá til hér á Íslandi.
Frábær tilfinning að hvetja aðra í því sem við sjálfar höfum svo gaman af.
já takk, get svo notað gjafabréf frá ykkur
Til hamingju með daginn 😀 Maður gæti alveg notað gjafabref frá ykkur í eithvað sniðugt sem manni vantar 😀
Flott framtak með þessa flottu síðu 😀
Geðveikt flott kaka og innilega til hamingju með 4ra ára afmælið !! 🙂 væri geðveikt til í svona gjafabréf !!
Meiriháttar flott síða hjá ykkur 😉
Til lukku með daginn.. Ég hef mikið notað síðuna ykkar og steig mín fyrstu skref í sykurmassa gerð einmitt með hjálp ykkar 🙂 Þá notaðist ég við myndbandið ykkar 🙂
Til hamingju með daginn. Búin að fylgjast með ykkur síðustu þrjú árin og skemmti mér konunglega á sykurmassa námskeiði fyrir nokkrum árum. Takk fyrir mig 🙂
Þessi síða er svo yndisleg ! Hef nálgast uppskriftir hér frá byrjun . Svo frábært að geta nálgast þetta allt á einum stað. Til hamingju með afmælið og hlakka til að fylgjast með 🙂
Innilega til hamingju með afmælið! Þið eruð algjörir snillingar 🙂
Til hamingju með afmælið 🙂 Ég hef notað síðuna ykkar frá byrjun og notað mikið af uppskriftum og hugmyndum frá ykkur, frábær síða í alla staði 🙂
Væri yndislegt og kæmi sér rosa vel 🙂
Geggjuð síða, nýtist byrjendum jafnt sem lengra komnum við kökuskreytingar 😀
Innilega til hamingju með daginn, Frábær síða hjá ykkur 🙂
Takk fyrir þessa frábæru síðu og til hamingju með afmælið. Var ómetanleg hjálp þegar ég steig fyrstu skrefin í sykurmassagerð fyrir tæpum 4 árum síðan. Hef fengið ýmsar hugmyndir hér inni og margar góðar uppskriftir. Gæti eytt tugum þúsunda í vefversluninni ykkar og því væri ekki slæmt að vinna vinninginn
Innilegar hamingjuóskir með daginn þessi síðja hjá ykkur er meiriháttar, ég lenti nú bara alveg óvart á þessari síðu, var að reyna að finna uppskriftir af jólakökum og svo endaði ég líka á þessari meiriháttar síðu og ég sá strax að hér væri margt að finna bæði uppskriftir og fleira gagnlegt um kökugerðir. Ég er einmitt að fara að æfa mig í því að gera sykurmassa og myndbandið frá ykkur sem ég fann á youtube á eftir að gagnast mér vel í þeirri vinnu 😀 og ekki myndi það nú skemma fyrir að fá gjafabréfið svo ég geti farið að sannka að mér hinum og þessum áhöldum og formum fyrir sykurmassatilraunirnar 😀
Til hamingju með 4 ára afmælið:) frábær síða sem ég skoða oft og mikið:) Sama hvort mig vantar hugmyndir af köku, skreytingum, uppskriftir eða að versla í vefverslunni ykkar:)
Hlakka til að fylgjast áfram með versluninni ykkar næstu árin:)
Til hamingju með afmælið 🙂 gangi ykkur allt í haginn og haldið áfram ykkar frábæra starfi 🙂