Ég er mikill sælkeri og elska að fá mér munaðarfulla bita af smákökum. Þó ég segi sjálf frá þá eru þessar mömmusörur þær allra bestu sem ég hef smakkað. Hreinlega bráðna upp í manni.
Kannski er það milda, ljúfa bragðið eða kaffileysan, er ekki svo mikið fyrir kaffi.
Þessar ættu allir að prófa fyrir hatíðarnar. Takið eftir skreytingunum en þegar súkklaðið hefur harðnað þá er perludufti eða perlumálningu bustað yfir hverja köku. Ég get sagt ykkur að það á svo sannarlega eftir að slá í gegn í næsta boðið.
Mömmu (hátíðar) Sörur með Dumle og hríssúkkulaðihjúp
200 g möndlur (fínsaxaðar)
3 dl. flórsykur
3 stk. eggjahvítur
AÐFERÐ :
1) Möndlurnar muldar smátt í matvinnsluvél.
2) Eggjahvítur stífþeyttar og flórsykri blandað varlega saman við og hrært vel saman.
3) Fínmuldum möndlunum blandað varlega saman við eggjahræruna.
4) Sett á bökunarpappír á plötu með teskeið. C.a. ½ tsk hver kaka. Bakað við 175° C í ca. 9 – 10 mín.
KREM
4 msk. síróp
3 eggjarauður
200 g smjör , linað við stofuhita
10 stk Dumle karamellur
1 dl rjómi
50 gr Nói Síríus rjómasúkkulaði
SÚKKULAÐIHJÚPUR
300 g Nói síríus rjómasúkkulaði með hrís
Krem og súkkulaðihjúpur:
1) Dumle karamellur bræddar í rjóma við vægan hita. Tekið af hellunni og súkkulaðið hrært saman við. Kælt smá stund.
2) Þeytið rauðurnar vel saman í hrærivél.
3) Hellið sírópinu saman við eggjarauðurnar og þeytið mjög vel saman.
4) Smjörið sett saman við eggjahræruna og þeytt þar til það er létt og ljóst.
5) Dumleblöndunni hrært varlega saman við eggja og smjörhræruna og þeytt í smá stund.
6) Smurt á kökurnar og kælt. Gott að setja í frysti smá stund.
7) Súkkulaðið brætt og hjúpað yfir kremhliðina á kökunni. Kælt
Hægt að hafa sörurnr eins og þær koma fyrir eða breyta til og skreyta þær með perludufti eða perlumálningu.
Gott að geyma í frysti.