Þessi kaka er svo mikið æði. Hún er allt sem góð kaka þarf að búa yfir.
Mjög gott að skera lakkrísbitana smátt. Bitarnir eru síðan settir í botninn í eldföstu móti.
Uppskrift
Botn 2 kassar Appaló lakrísbitar Fylling 1/2 líter rjómi - þeyttur 2 dósir Ísey skyr með suðrænum ávöxtum Bingókúlusósa 1 poki Bingókúlur með mjólkursúkkulaði 1/2 dl rjómi Aðferð 1. Skerðu lakkrísbitana smátt og settu í botninn á eldföstumóti. 2. Þeyttu rjómann og blandaðu skyrinu saman við. Settu fyllinguna yfir lakkrísbitana. 3. Hitaðu bingókúlur og rjóma yfir vatnsbaði þar til kúlurnar hafa bráðnað. 4. Leyfðu sósunni að kólna og helltu henni síðan yfir kökuna. 5. Munstrið er búið til með því að hella sósunni í lengjur og nota t.d. grillpinna eða tannstöngul til að búa til munstrið. 6. Skreyttu kökuna með jarðarberjum.
Endilega fylgstu með mér á Instagram