Þessi bassi rokkar!
Hvaða rokkari sem er myndi verða ánægður með köku sem þessa.
Til að átta sig á hvernig bassinn á að líta út er gott að hafa sýnishorn fyrir framan sig. Bassamótið er frekar einfalt og tekur frekar stuttan tíma að vinna kökuna. Lakkrísreimar voru notaðar til að þekja hálsinn á bassanum og svartur túpulitur var notaður til búa til strengi. Bassinn er mótaður úr 1 ofnskúffu af súkkulaðiöku, smjökrem sett á milli og utan um kökuna. Kakan er þakin með 1/2 uppskrift af bláum sykurmassa og 1/4 af hvítum massa. Strengirnir eru gerðir með svörtum túpulit, einnig hægt að gera hvíta eða svarta kóngabráð og skreyta með skreytingarpennanum.
Væri æðislegt að fá uppskriftina alla af þessu :D… Eða það sem þú notaðir :]
Væri æðislegt að fá aðra mynd af þessarri, af þá öllum gítarnum
Vinnum í því, takk fyrir ábendinguna.