Skoða

Rokk gítar

Sannir rokkarar slá ekki hendinni á móti flottri rokk gítarköku.

Gítarinn er mótaður á smjörpappír eftir mynd eða venjulegum gítar. Mótið er klippt út og kakan skorin eftir því. Smjörkremi er smurt á milli og utan um kökuna. Sykurmassinn er lagður yfir kökuna í tvennu lagi. Fyrst er hvíti sykurmassinn settur yfir og síðan svarti massinn yfir hálsinn. Mótið mynstrið á gítarnum með sykurmassaskera og leggið yfir hvíta sykurmassann. Aukahlutirnir á sykurmassanum er síðan komið fyrir á gítarnum. Gítarstrengirnir eru búnir til úr svörtum sykurmassa og er tilvalið að nota sykurmassabyssuna en hún býr til jafnar sykurmassalengjur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts