Skoða

Ávaxtakaka

 

Þessi “kaka” er algjör snilld, svo fersk og góð. Ekki skemmir fyrir að hún er bara holl.

Fyrir nokkru var ég að vafra um á netinu og sá þá skemmtilega hugmynd að nýstárlegri ávaxtaköku.  Mér fannst hugmyndin heillandi og frábær til að bera fram í saumaklúbbum, afmælum og hvers kyns tilefnum.

Ég ákvað að prófa og sjá hvað hægt er að gera með uppáhalds ávöxtunum sínum.

Það sem þarf er:

Heil vatnsmelóna

1/2 hungsmelóna

Jarðarber

Dökk og græn vínber

Kíví

Aðferð:

Melónan er skorin í hæfilega þykka sneið með sérstökum melónuskera/ávaxtaskera eða hnífi. Ávaxtaskerinn er auðveldur í notkunn og kemur vel út. Hunangsmelónana er skorin í sneiðar og síðan í litlar stjörnur með útstungumóti. Jarðarberin, kívíið og vínberirin eru einnig skorin í sneiðar eða það lag sem hentar.

 

Alltaf gott að setja smá rjóma með. Sprauturjómi kemur vel út.

Ávaxtakakan hitti í mark hjá strákunum mínum, sem báðu um meira og meira!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts