Það er hægt að gera ýmislegt úr marengsköku eins og sést á þessari köku.
2 Bangsamót eru teiknuð upp á smjörpappír. Marengshræra gerð tilbúin og sett á mótin. Fjólublár matarlitur er settur út í lítinn hluta af marengshærurnni og blandað varlega saman við. Fjólubláu blöndunni er komið fyrir á þeim stöðum sem bangsinn á að vera með þessum lit. Þetta er aðeins gert við annan botninn. Botnarnir eru bakaði í 2 klst við 120 ° C. Til að búa til augu og munn er súkkulaði brætt og skreytt með skrautpennanum.
Flott kaka og góð hugmynd. Aldrei að vita nema ég geri þetta fyrir tveggja ára afmæli dóttur minnar næstu helgi.