Krúttleg og öðruvísi barnakaka sem passar vel fyrir skírnarveisluna.
Tveir hrinlaga súkkulaðibotnar eru notaðir í þessa útfærslu. Maginn og andlitið er hækkað upp með súkkulaðiköku. Kökurnar eru skornar í tvennt og smurðar með smjörkremi á milli og utan um kökuna. Lítið nef er búið til með litlum kökubút og smjörkrem sett yfir það. Andlitslitaður sykurmassi (3/4) er flattur út og settur yfir alla kökuna. Bleikur sykurmassi (1/4) er flattur út og settur sem nærbuxur. Blúndurnar eru búnar til með bleikri lengju sem er brotin saman til skiptis. Blúndan er fest með örlitlu vatni eða sykurmassalími. Til að búa til hendur og fætur eru andlitslitaður sykurmassi flattur út en það þarf að passa að hann sé vel þykkur. Hendurnar eru skornar út með sy kurmassaskera en fæturnir eru búnir til með sérstöku fótamóti. Eyrun eru mótuð og skorin til og fest með tannstöngli. Munnur, augu og hár eru búin til úr svörtum sykurmassa.
Váá… geggjað flott.
Vá, ekkert smá krúttlegt 🙂
Með hverju festið þið skreytingarnar á kökurnar?
Það er hægt að festa skreytingarnar með örlitlu vatni eða sykurmassalími en það fæst í vefverslun okkar: http://vefverslun.mommur.is