Skoða

Bílabraut

Það væri ekki amalegt að keyra um á þessari bílabraut. Hér er á ferðinni einföld en mjög flott bílabraut sem heillar alla akstursáhugamenn. Það er vel hægt að ráða stærðinni en ef brautin á að vera eins stór og á myndinni þarf að nota 4 ofnskúffur. Smjörkrem er sett á milli hringjanna og utan um hana. Bílabrautamynstrið er búið til með lakkrísrúllum sem skornar eru út í teninga.

Aðferð:

Skerið út fjóra stóra hringi með t.d. matardiski. Minni hringur er síðan gerður með minni diski. Ef þið viljið hafa brú þá þarf að móta hana úr afgöngum og setja á bílabrautina. Smjörkrem er sett á milli botnanna. Hvítt smjörkrem er sett á hliðarnar og grátt ofan á. Klippið út lakkrísteninga og búið til formúlumynstur á hliðarnar. Lakkrísreimar eru notaðar til að móta brautina og hvítt smjörkrem notað til að búa til brautarlínur. Það kemur vel út að setja leikfangabíla á brautina.

Leikfangabílar eru notaðir á bílabrautina.


8 comments
  1. Eftir hvernig móti eru hringirnir gerðir? þá er ég mest að spá í stærðinni á þeim.

  2. Ætli sé ekki alveg hægt að hafa bara hringina á stærð við matardisk? Hún yrði þá bara minni..er það ekki?

  3. Það er hægt að gera kökuna í hvaða stærð sem er, svo þér er alveg óhætt að nota matardisk. Þær minnka þá bara í hlutfalli við það.

  4. Ég finn hvergi gömlu góðu skúffukökuuppskriftina ykkar. Er búið að taka hana af vefnum? Og ef svo er, verður hún ekki sett inná aftur?? Þetta er besta skúffukökuuppskrift sem ég hef notað 🙂

  5. hvað er þessi sem þið notið ca. stór? Er bara að spá í ef maður gerir hana kvöldið áður og langar að hafa hana í kæli yfir nótt, hvort hún passi í neðstu hilluna.

  6. Þessi kaka kemst ekki í venjulegan ísskáp. Ef það er nógu kalt út er hægt að geyma hana í skottinu á bilnum (setja plastpoka undir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts