Skoða

Bleik blómleg veisluterta

Falleg veisluterta getur gert mikið fyrir veisluborðið, þessi er falleg og hefur ákveðinn ævintýraljóma yfir sér

Það er hægt að velja hvað tertubotna sem er til að gera þessa fallegu tertu.  Hér eru notaðir svamptertubotnar með jarðarberjarjómafyllingu. Kakan er hjúpuð með sykurmassa sem flattur er út á blómamunsturmottu.  Kakan er skreytt með sykurmassablómum, perlum og glimmerspreyi.

 

 

8 comments
  1. Það er hægt að fletja massann fyrst út og leggja munsturmottuna á og þrýsta munstrinu í. Það má einnig fletja beint út á munsturmottunni en þannig fæst meira og dýpra munstur.

  2. Hvenær er best að baka botnana, hversu löngu áður en veislan er og hvenær er best að setja hana saman ? Ég er með veislu á laugard og núna er miðvikudagur, er ekki of snemmt að baka botnana núna ?

  3. Það er hægt að gera botnana löngu áður og geyma í frystinum. Taka þá út sama dag og kakan er gerð. Við gerum rjómatertur yfirleitt daginn áður en þær eiga það til að blotna meira en súkkulaðikökur. Hægt að smyrja kökuna daginn áður og geyma í kæli, sykurmassinn er síðan settur á kvöldið áður.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts