Uppskriftina fékk ég í Kökubók Hagkaupa en hana hef ég notað til margra ára. Bætti bleikum gelmatarlit út í deigið til að fá bleika litinn.
Uppskrift:
300 g hveiti
2 stk egg
ca 6 dl mjólk
1 1/2 msk smjör
1 tsk lyftiduft
1 msk sykur
1 tsk vanilludropar
Bleik gelmatarlitur (fæst í vefverslun.mommur.is og Hagkaupsverslunum)
Aðferð:
Hveitið sett í skál. Eggin saman við ásamt lyftiduftinu. Helmingnum af mjólkinni er blandað saman við. Þetta er unnið saman þar til blandan er orðin kekkjalaus. Afganginum af mjólkinni er blandað varlega saman við. Að lokum er smjörið sett saman við ásamt matarlitnum. Þeytið vel saman. Mjög gott að setja feiti á pönnuna til að deigið losni auðveldlega frá. Passa þarf að hafa pönnuna nógu heita þegar blandan fer á hana.