Skoða

Blöðrufjör

Í þessum leik fá allir gestirnir blöðru og miða. Hver gestur skrifar eitthvað eitt sem hann myndi vilja gera fyrir brúðhjónin og nafnið sitt aftan á miðann. Síðan er blásið í blöðruna, miðinn settur inn í og bundið fyrir. Þá eru brúðhjónin fengin til að fara út á mitt gólf og öllum blöðrunum komið fyrir í kringum þau. Brúðhjónin fá ákveðinn tíma t.d. 15 sekúntur til að sprengja eins margar blöðrur og þau geta. Eftir að tíminn er liðinn eru miðarnir sem komu úr sprengdu blöðrunum teknir upp og þarf  fólk að standa við það sem stendur á miðunum. Það má einnig skipta miðunum eftir mánuðum og segja: Eftir 1 mánuð ætlar Siggi að bjóða ykkur út að borða, eftir 2 mánuði o.s.frv.
Þessi leikur er vinsæll og hefur skemmt mörgum brúðhjónunum og brúðkaupsgestunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts