Uppskrift:
- 300 g smjörlíki (brætt)
- 5 dl vatn
- 5 dl mjólk
- 2 pakkar þurrger (ca. 23 gr) eða pressuger (ca. 60 gr).
- 1 tsk salt
- 3 dl sykur
- 3 tsk kardimommuduft einnig hægt að nota kardimommudropa
- ca. 2 kg. hveiti
Aðferð: Vatn og mjólk hituð að 27 gráðum (ef nota á pressuger). Gerið blandað saman við og leyst upp í smá stund. Bræddu smjörlíki bætt saman við ásamt þurrefnunum. Deigið látið lyfta sér í ca 1 – 1 1/2 klst. Deigið flatt út og fyllingin smurð á. Deigið rúllað upp og skorið í hæfilega stóra bita. Gott að láta þá lyfta sér í smá stund eftir að þeir eru settir á plötuna. Bakist við 220° í 10-15 mín.
Fylling:
Brætt Smjörlíki
Kanilsykur (búinn til úr sykri og kanil)
Aðferð: Bræddu smjörlíki er smurt yfir útflatt deigið með pensli og kanilsykri er síðan stráð yfir.
Ofan á er sett 1 plata ljóst opal súkkulaði og 1 plata dökkt opal súkkulaði. Þetta er brætt saman og smá jurtafeiti sett saman við má líka setja örlitla matarolíu. Verður mýkra og glansar fallega. Til að skreyta með stöfum bræði ég hvítt súkkulaði og skreyti með skreyingarpenna.
Hvað er í fyllingunni?
Er það bara ég eða vantar lýsingu á hvað er í fyllingunni?