Skoða

Drottinn blessi heimilið

Nú ættu allir að geta glaðst þar sem við hjá mömmur.is erum búnar að útfæra glæsilegt þema sem tileinkað er setningunni

 “Drottinn blessi heimilið

Okkur fannst tilvalið að skella í nýtt kökuþema þar sem fyrirspurnum um “Drottinn blessi heimilið” límmiða hefur rignt yfir mömmur.is síðustu daga en frétt tengd þessari setningu birtist á Smartlandi Mörtu Maríu fyrir helgi.

Eins og flestir vita þá eru mömmur.is þekktar fyrir kökubakstur, skreytingar og leiðbeiningar tengdar því  en ekki prentun.   Fólk hefur því verið að leita án árangurs að þessu límmiðum á okkar síðu. Hið rétta er að Smáprent.is sem er síða sem við hjá mömmur.is rekum einnig hefur verið að selja límmiða sem þessa.  Ég hvet ykkur til að kíkja á Smáprent.is en þar er hægt að fá ýmislegt tengt prentun.

Til að bæta úr vöntuninni  ákváðum við að setja upp gamaldags kaffiboð þar sem yfirskriftin er Drottin blessi heimilið.

Þemað er heillandi og tilvalið í næsta sunnudagskaffi eða afmæilið hjá ömmu og afa. Við þurfum að sjálfsögðu ekki að taka fram að þér er velkomið að stæla hugmyndina okkar og nota í næsta tilefni en það sama gildir um allar okkar hugmyndir.  Njótið vel!

Okkar útfærsla gengur út frá gamalli hefð með nýtískulegu ívafi.

Hver hugmynd fær sína færslu og verða þær birtar ásamt uppskrift á síðunni.

 

1 comment

Comments are closed.

Related Posts