Má ekki sjá bleikt þá fell ég fyrir því…
Við mömmurnar fórum í leiðangur í Reykjavíkina um daginn. Okkur finnst nú ekki leiðinlegt að skoða fallegar bökunarvörur og ákváðum að skreppa inn í Líf og List í Smáralindinni.
Við rákumst á þessa fallegu kökustanda og hreinlega stóðumst ekki mátið að kaupa ekki einn stand heldur tvo. Bleikur og silfurgrár urðu fyrir valinu en við keyptum líka kökudiska 32 cm í stíl við diskana. Þessir diskar eru til í mörgum litum og fást þeir hér:
Bollakökurnar koma ekkert smá vel út á stöndunum og þeir gerðu mikið fyrir veisluborðið.