Það er fátt skemmtilegra en að skella í nokkrar bollakökur og skreyta þær af kostgæfni. Um daginn var ég að gera skírnarköku fyrir vinkonu mína og ákvað ég að gera bollakökur í stíl við kökuna.
Vanillubollakökudeig var notað en það er eitt af mínum uppáhaldsuppskriftum. Kremið er hefðbundið vanillubollakrem.
Ég notaði þrjár gerðir af kökustútum 1M, 2D og hringlaga. Kökuskreytingarsettið okkar hentar líka mjög vel en í því er ekki 2D en í staðinn er stútur sem er notaður til að fylla bollakökurnar.
Kökuskrautið sem var notað á þessar kökur eru æðislegu fiðrildi en þetta kökuskraut er til í nokkrum lögunum. Æðislegt á kökur, bollakökur og má einnig setja í drykki.
Á kökurnar sáldraði ég einnig rósbleikum kristalsykri yfir kremið en sykurinn glansar fallega og er grófur svo hann sést vel.
Fiðrildin og skírnarskrautið er búin til úr hertum sykurmassa en þá er Tylose sett út í massann til að hann harðni fyrr. Einnig hægt að kaupa tilbúinn mótunarmassa en hann má lita með matarlitunum okkar. Mótin sem notuð voru eru þessu Fiðrildi/skírnarmót.
Pappaformin sem voru notuð eru úr hágæða pappa og halda sér því einstaklega vel í bakstri.