Það er svo geggjað að breyta aðeins útaf vananum og gera eitthvað nýtt.
Hér koma tvær hugmyndir þar sem kökubotninn er sú sami en það sem er ofan á henni ólíkt.
Hvet ykkur til að prófa ykkur áfram og hafa gaman að bakstrinum.
Botn:
100 g 70% súkkulaði
100 g rjómasúkkulaði
200 g smjör
4 stk egg
250 g sykur
1 tsk vanilludropar
70 g hveiti
Róló -Bingókúlukrem: Allt sett í pott og hitað yfir vatnsbaði þar til allt hefur bráðnað
6 stk bingókúlur
1 rúlla rólómolar
70 g mjólkursúkkulaði
ca. 2 msk rjómi
Skraut: Malterserskúlur
Aðferð:
- Súkkulaði og smjör brætt yfir vatnsbaði (leyft að kólna)
- Egg og sykur þeytt vel saman.
- Vanilludropunum blandað saman við.
- Súkkulaðiblöndunni hrært varlega saman vð ásamt hveitinu.
- Deigið er sett í smurt form með bökunarpappa í botinum. Bakað við 170°C í ca. 30-35 mínútur. Mjög gott að nota springform
- Róló-bingókúlukreminu hellt yfir og malterserkúlum dreift yfir sem skraut.
Með því að mylja Oreokex yfir deigið áður en það er bakað kemur einnig út gómsæt kaka