Skoða

Frönsk súkkulaðikaka með róló og bingókúlukremi

IMG_2574_7170

Það er svo geggjað að breyta aðeins útaf vananum og gera eitthvað nýtt.

Hér koma tvær hugmyndir þar sem kökubotninn er sú sami en það sem er ofan á henni ólíkt.

Hvet ykkur til að prófa ykkur áfram og hafa gaman að bakstrinum.

Botn: 

100 g 70% súkkulaði

100 g rjómasúkkulaði

200 g smjör

4 stk egg

250 g sykur

1 tsk vanilludropar

70 g hveiti

Róló -Bingókúlukrem: Allt sett í pott og hitað yfir vatnsbaði þar til allt hefur bráðnað

6 stk bingókúlur

1 rúlla rólómolar

70 g mjólkursúkkulaði

ca. 2 msk rjómi

Skraut: Malterserskúlur

Aðferð: 

  1.  Súkkulaði og smjör brætt yfir vatnsbaði  (leyft að kólna)
  2. Egg og sykur þeytt vel saman.
  3. Vanilludropunum blandað saman við.
  4. Súkkulaðiblöndunni hrært varlega saman vð ásamt hveitinu.
  5. Deigið er sett í smurt form með bökunarpappa í botinum. Bakað við 170°C í ca. 30-35 mínútur. Mjög gott að nota springform
  6. Róló-bingókúlukreminu hellt yfir og malterserkúlum dreift yfir sem skraut.

Með því að mylja Oreokex yfir deigið áður en það er bakað kemur einnig út gómsæt kaka

IMG_2568_7210

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts