Gíraffinn er sérstakur í mínum huga þar sem hann er fyrsta sykurmassakakan sem ég gerði. Hann heppnaðist bara nokkuð vel.
Byrjaðu á því að teikna mynd af gíraffa á smjörpappír og klipptu hann út. Skerið síðan kökuna út eftir mótinu. Gulur sykurmassi er flattur út og settur yfir kökuna. Mótið mismunandi brúna flekki á gíraffann. Á þessari mynd er brætt súkkulaði sett á sykurmassann. Vel hægt að sleppa því og hafa fallega brúna sykurmassaflekki á gíraffanum. Hárið er búið til með lakkrís stubbum.