Skoða

Jarðarberjaostakaka með Meryland Chunky og oreo botni

IMG_7528

Á mínum yngri árum voru ostakökur ekki efstar á óskalistanum þegar röðin kom að gómsætum veitingum.  Það var ekki fyrr en ég byjaði að vinna í Landsbankanum fyrir u.þ.b. 12 árum að ég kynntist þessari dásemd.  Samstarfskonum mínum í bankanum líkaði vel við ostakökurnar og voru þær oft á boðstólum á föstudögum í kaffitímanum. Það var einmitt í einum þessara kaffitíma sem ég smakkaði í fyrsta skipti ostaköku.  Síðan þá eru mörg ár liðin, ég farin að vinna sem kennari og enn elska ég ostakökurnar.

Uppskrift:

Botn:

1 pakki Maryland big and chunky kex

6 oreokexkökur

5 msk brætt smjör

2 msk sykur

Fylling:

1 dós rjómaostur  (400 g)

60 g sykur

4 dl þeyttur rjómi

2 msk Royal hlaupduft

Jarðarberjasósa til skrauts (má sleppa)  (hægt að gera með því að sjóða saman 3 msk af  jarðarberjasultu og 3 msk af vatni í smá stund)

Aðferð:

Kexið er mulið í matvinnsluvél, bræddu smjöri og sykri bætt saman við.  Blandan sett í botninn á eldföstumóti, skál eða öðru sem hentar.  Gott að geyma 3 msk af mulningnum til að skreyta kökuna.

Rjóminn þeyttur, geymdur í skál til hliðar.  Rjómaostur og sykur þeytt vel saman. Rjómanum og duftinu blandað varlega saman við.  Fyllingin er sett ofan á botninn. Má setja jarðarberjasósu yfir ásamt mulningnum.

Gott að kæla kökuna í nokkra klukkutíma fyrir notkun.

IMG_7544

IMG_7550

IMG_7553

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts