Skoða

Leynivinaleikur

IMG_2701-1

Það er svo mikið fjör að taka þátt í leynivinaleik

 

Nú fyrir stuttu var haldin leynivinavika í skólanum sem ég vinn í.  Vinaleikurinn stóð yfir í 3 daga. Þeir sem vildu vera með drógu nafn og áttu síðan að gleðja vin sinn á þann hátt sem hverjum og einum fannst best. Síðasta daginn átti gjöfin síðan að gefa vísbendingu um hver ætti í hlut.

Ég var svo heppin að draga nafn samstarfskonu minnar Steinunnar og það sem ég hafði gaman að  því að stríða henni með alls kyns brögðum. Við kennum saman 9. bekk svo krakkarnir þar fylgdust spenntir með.

Fyrsta daginn sendi ég henni ljóð, hélt mig til hlés og beið átekta.

Annan daginn tók ég með látum og mætti hún til vinnu þar sem skemmtilegt bréf beið hennar.  Textinn var saminn í kringum heiti á íslensku sælgæti.  Heppnaðist svo vel og hitti í mark og auðvitað grunaði hana ekkert þar sem ég stóð við hlið hennar og dásamði hversu hugmyndaríkan vin hún ætti.

Ég lét stjana við hana – fékk m.a. nemendur mína til að færa henni kaffi og sætabrauð í kaffinu og gera vel við hana.

Þriðja og síðasta daginn átti gjöfin að gefa vísbendingu hver vinurinn væri.  Ég sendi auðvitað stutt bréf –  Ég kenni í stofunni á móti henni svo það lá beinast við að gefa henni þá vísbendingu One Direction pakkinn var alveg að gera sig. Bleika peran úr Hagkaup koma líka vel út.  Þarna var hún komin nálægt því að átta sig á þessu en þó ekki alveg.

Ég hélt áfram…

 

IMG_2755

Þessa vikuna voru áberandi í sjónvarpinu auglýsingar frá Betty Crocker  sem ég einmitt lék í. Í þeim sýndi ég hvernig hægt er að gera einfalda veskjaköku.

IMG_2771

Daginn áður skreytti ég þannig köku, setti á kökustand og áritaði í leiðinni bækling með mynd af mér.  Þessi gjöf átti að koma upp um mig sem hún klárlega gerði.

IMG_2776

Betty Crocker bros við hæfi – sú var ánægð með mig og ég auðvitað með hana.

Það er um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín í leikjum sem þessum og hafa gaman af.

Fyrir áhugasama eru leiðbeiningar að kökunni á Betty Crocker.is 

1 comment
  1. Þú ert nú meiri snillingurinn.
    Að detta þetta bara í hug, ótrúlegt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts