Lopapeysukaka er skemmtileg hugmynd fyrir prjónafólk.
Lopapeysa er teiknuð upp á smjörpappír og mótið klippt út. Mótið er lagt á ofnskúffustærð af súkkulaðiköku og mótið skorið út. Kakan er skorin í tvennt og smjörkrem sett á milli. Hvítur sykurmassi er flattur út og lagður yfir kökuna. Kakan er skreytt með svörtu og grænu munstri. Það er hægt að búa til hvaða munstur sem er. Hnyklarnir eru búnir til með þv að móta sykurmassakúlu eða kökukúlu og sykurmassalengjur settar utan um. Sykurmassabyssa kemur sér vel við að gera sykurmassalengjur.
Skref fyrir skref:
Hvar gett ég feikið uppskriftinna ?????????
KV aóg
ER HÚN NOKUÐ INNÁ SÍÐUNI ????????????????????????
Það stendur súkkulaðiköku uppskrift , og já hún er í uppskriftir