Skoða

Sjóræningjaandlit

Það er ekki erfitt að finna hugmyndir fyrir sjóræningjaþema. Þessi hugmynd er einstaklega auðveld og hentar vel byrjendum sem lengra komum kökuskreytum.

Hringlaga súkkulaðibotn er notaður í þessa hugmynd. Kakan er skorin í tvennt og smurð með smjörkremi á milli og utan um. Andlitslitaður sykurmassi er flattur út og settur yfir kökuna. Sjóræningjaklúturinn er settur yfir höfuðið, hægt að gera hvaða lit af sykurmassa sem er. Klúturinn er skreyttur með hvítum doppum. Augu, leppur og munnur er að lokum búið til úr svörtum sykurmassa.

4 comments
  1. Líst rosalega vel á þessa 🙂 hún verður örugglega notuð í næsta afmæli hjá syninum, sem er búin að biðja um sjóræningjakökur

  2. Af hverju er svona erfitt að finna uppskriftina að smjörkreminu? Mig minnti að það væri alltaf linkur inná það þegar þið eruð að sýna kökuskreytingarnar??

  3. Það er líka erfitt að finna uppskriftina að súkkulaðikökunni sem þið notið í öllum uppskriftunum?!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts