Yndisleg skyrterta með jarðarberja – og perubragði.
Að nota smákökumix sem botn var skemmtileg tilraun og kom sérlega vel út.
Uppskrift:
Botn:
Smákökumix frá Betty Crocker (ásamt því hráefni sem stendur á pakkningum egg, olía og vatn)
Fylling:
1/2 l þeyttur rjómi
1 lítil dós jarðarberjaskyr
1 lítil dós peruskyr
2 msk jarðarberjasósa eða sulta
Nokkur Jarðarber skorin í litla bita
Ganache sem fer yfir kökuna
400 g Súkkulaði (voða gott að blanda venjulegu súkkulaði og mjólkursúkkulaði til helminga)
200 ml – 250 ml rjómi
Aðferð:
Botninn er gerður samkvæmt leiðbeiningum á smákökupakkningunum. Eldfastmót spreyjað með olíuspreyi og deigið sett í mótið og bakað við 170 gráða hita í ca. 15 mínútur. Kælt
Fyllingin er gerð með því að þeyta rjóma, blanda skyrinu saman við ásamt jarðarberjasósu og jarðarberjabitum. Fyllingin er sett yfir botninn þegar hann er orðinn nógu kaldur.
Ganach-ið búið til með því að bræða súkkulaði yfir vatnsbaði, rjómanaum blandað saman við og hrært vel. Blöndunni hellt yfir fyllinguna.
Kakan er fryst í nokkrar klukkustundir áður en hún er borin fram.