Smjörkrem
(Þetta er stór uppskrift sem hentar til að skreyta köku sem er á stærð við ofnskúffu)
500 g smjör
400 g Dan Sukker flórsykur
2 msk kakó
1 stk eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1 msk síróp
Aðferð:
Þeytið saman smjöri og flórsykri þar til það verður létt og ljóst, bætið kakói útí og hrærið síðan eggjarauðunni saman við. Að lokum eru vanilludropar og síróp sett út í. Hrært vel saman í 1 – 2 mín.
Svart krem:
- Til að búa til svart krem þarf að nota svartan matarlit ásamt kakói. Þannig næst svartari litur á kremið.
Hvítt krem:
- Smjörkrem er alltaf aðeins gulleitt og getur verið gott að nota þeytta eggjahvítu í stað eggjarauðunnar. Þannig verður kremið hvítara. Það er einnig hægt að kaupa hvítan matarlit.
besta krem í heimi 😀
Hæ eru þið með uppskrift af karmellu smjörkremi?
Þetta er geðveikt krem!! 😉 Mmmm… 😀
Þetta er geðveikt krem !!
og Justin Bieber er jafn góður og kremið !!!!
:D:D:D
hæhæ ég er með allveg nokkrar spurningar ég er búin að leita á netinu en finn ekkert um litað smjörkrem, þetta er auðvitað bara besta kremið og er ég að fara að halda uppá fyrsta afmæli sonar míns og ættla að gera mikka mús köku sem sagt bara hausinn en ég þarf að lita kremið og ég veit ekkert hvernig ég geri það,
hvernig get ég gert kremið hálf hvítt svo ég geti sett matarliti út í og hvernig geri ég svart??
mér þætti mjög vænt um ef einhver gæti svarað mér 🙂
MBK. Svava strákamamman
SÆlar,
Þú sleppir kakóinu í kreminu, hræri extra vel í því og bætir gelmatarlit saman við en þannig færðu sterkasta litinn. Ef þú gerir svart krem þý myndi ég nota kakó til að dekkja grunninn og bæta síðan svörtum matarlit útí. Svartur litur er samt mjög erfiður og oft kemur svargrár.
Smjörkrem er yfirleitt hálfhvítt eða meira gult en með því að hræra mjög vel færðu hvítan lit, einnig hægt að nota hvítan matarlit til að fá hvítari útkomu. Oft er eggjarauða í kreminu og þá er gott að sleppa henni til að fá hvítari lit.
gangi þér vel.
hæ. ég gerði þetta krem án kakó því ég vildi hvítt krem svo ég gæti litað það.
en miðað við hvað það er mikið smjör á móti flósykri þá fannst mér kremið ógeðslegt. allavega þannig að það bragðaðist eins og ég hafði bara þeytt smjör.
Þetta hefur virkað fínt hjá okkur og mörgum þótt kremið afbraðs gott en smekkurinn er misjafn.
Ég gerði þetta krem í dag á súkkulaðiköku og KREMIÐ sló í gegn, það var einnig rifist um hver mætti sleikja sleifina og síðan var ráðist á skálina haha. Takk fyrir mig 🙂
Mjög gott en rosalega þungt í maga !!!!
En annars óskaplega gott takk fyrir mig 😀