3 stk eggjahvítur
1 1/2 dl Dan Sukker flórsykur
200 g möndlur
Aðferð:
Eggjahvítur stífþeyttar. Flórsykur settur út í og hrært vel saman. Möndlum blandað varlega saman við. Sett á bökunarpappír á plötu með teskeið. Bakað við 175°C í 12 – 15 mín. Krem sett á hverja köku og kælið eða frystið. Hjúpið síðan með súkkulaðihjúp. Best að geyma þessar kökur í frysti. C.a. 50 kökur.
Krem:I
130 g sykur
1 dl vatn
4 stk eggjarauður
2 msk neskvikk kakómalt
250 g smjör
Aðferð:
Sykur og vatn soðið saman þar til það þykknar og verður eins og síróp.Eggjarauður þeyttar. Hellið sírópinu í mjórri bunu saman við eggjarauðurnar og þeytið vel saman. Kælið og bætið mjúku smjörinu út í og hrærið vel. Kakómaltið sett saman við. Kælið áður en kremið er sett á kökurnar.
Krem II:
150 g rjómasúkkulaði
100 g smjör
1/3 dl kaffi
Aðferð:
Súkkulaði brætt í kaffinu við vægan hita og kælið aðeins. Sett í hrærivélaskál og smjörið hrært saman við smátt og smátt. Hrært vel saman og kælt.
Krem III:
3/4 dl Dan Sukker sykur
3/4 dl vatn
3 eggjarauður
150 g smjör (mjúkt)
3 msk kakómalt
Aðferð:
Sykur og vatn soðið saman þar til það þykknar og verður eins og síróp. Eggjarauður þeyttar og sírópinu hellt í mjórri bunu saman við eggjarauðurnar og þeytið vel. Kælið og bætið mjúku smjörinu út í og hrærið vel. Kakómaltið sett saman við. Kælið áður en kremið er sett á kökurnar.
Hjúpur:
150 g Rjómasúkkulaði eða hjúpsúkkulaði
hvernig möndlur á að nota í þetta?
Mig langar nú bara til að hrósa þessari vefsíðu sem ég noga mikið, finnst mjög gaman að baka og nú ættla ég að reyna við Sörurnar!
kærar kveðjur
Þóra Stína