Skoða

Sörur

3 stk eggjahvítur

1 1/2 dl Dan Sukker flórsykur

200 g möndlur

Aðferð:

Eggjahvítur stífþeyttar. Flórsykur settur út í og hrært vel saman. Möndlum blandað varlega saman við. Sett á bökunarpappír á plötu með teskeið. Bakað við 175°C í 12 – 15  mín.  Krem sett á  hverja köku og kælið eða frystið. Hjúpið síðan með súkkulaðihjúp. Best að geyma þessar kökur í frysti. C.a. 50 kökur.

Krem:I

130 g sykur

1 dl vatn

4 stk eggjarauður

2 msk neskvikk kakómalt

250 g smjör

Aðferð:

Sykur og vatn soðið saman þar til það þykknar og verður eins og síróp.Eggjarauður þeyttar. Hellið sírópinu í mjórri bunu saman við eggjarauðurnar og þeytið vel saman. Kælið og bætið mjúku smjörinu  út í og hrærið vel. Kakómaltið sett saman við. Kælið áður en kremið er sett á kökurnar.

Krem II:

150 g rjómasúkkulaði

100 g smjör

1/3 dl kaffi

Aðferð:

Súkkulaði brætt í kaffinu við vægan hita og kælið aðeins. Sett í hrærivélaskál og smjörið hrært saman við smátt og smátt. Hrært vel saman og kælt.

Krem III:

3/4 dl Dan Sukker sykur

3/4 dl vatn

3 eggjarauður

150 g smjör (mjúkt)

3 msk kakómalt

Aðferð:

Sykur og vatn soðið saman þar til það þykknar og verður eins og síróp. Eggjarauður þeyttar og  sírópinu hellt  í mjórri bunu saman við eggjarauðurnar og þeytið vel. Kælið og bætið mjúku smjörinu  út í og hrærið vel. Kakómaltið sett saman við. Kælið áður en kremið er sett á kökurnar.

Hjúpur:

150 g Rjómasúkkulaði eða hjúpsúkkulaði

2 comments
  1. Mig langar nú bara til að hrósa þessari vefsíðu sem ég noga mikið, finnst mjög gaman að baka og nú ættla ég að reyna við Sörurnar!

    kærar kveðjur

    Þóra Stína

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts