Skoða

Squires Kitchen kökuskreytingarsýning, námskeið og fleira.

Langþráður draumur rættist hjá okkur mommur.is dömum þegar við upplifðum að fara á Squires Kitchen köku-, súkkuklaði- og sykurskrautssýningu út í Farnham í Englandi.

Á myndinni hér fyrir ofan er ég stödd fyrir utan Squries Kitchen verslunina en þar var margt áhugavert að sjá.

Starfsmaður Squires Kitchen hafði samband við mig fyrir nokkrum mánuðum og bauð okkur að koma til þeirra og sjá hvað þeir eru að gera.  Boltinn rúllaði og áður en ég vissi af vorum við búnar að panta miða á sýningu, skrá okkur á námskeið og samþykkja að koma og hitta þá í heimabæ þeirra Farnham.

Það sem við upplifðum á þeim tíma sem við vorum var langt fram yfir þær væntingar sem við höfum gert í upphafi en mikið er ég fengin að hafa gripið gæsina og farið.

Þvílík upplifun og lærdómur sem við tökum með í farteskið og vonandi verður það til þess að við getum miðlað fullt af skemmtilegum hlutum til ykkar lesenda hér á heimsíðunni og á námskeiðum okkar.

Á þeim tíma sem við vörðum í Franham hittum við fullt af frægum kökuskreytum sem hver fyrir sig hafði sinn hæfileika.  Ekki skemmdi fyrir að á hverju strái var fólk sem hafði mikinn áhuga á öllu sem viðkemur kökuskreytingum. Full herbergi af fallega skreyttum veislutertum sem mér fannst ekki leiðinlegt að taka myndir af. Einnig var fullt af fólki að skreyta brúðartertur en það var mjög áhugavert.

Næstu daga mun ég taka fyrir ákveðin atriði frá ferðinni, segja ykkur frá námskeiðum sem við fórum á, upplifunum og fullt af skemmtilegheitum. Endilega fylgist með næstu færslum.

Löng biðröð fyrir sýningaropnun…

Spennan magnaðist í röðinni en margar konurnar voru búnar að bíða lengi eftir opnuninni.

Það var margt um manninn þar sem sýningarbásarnir voru. Sýningin var á mörgum svæðum í Byggingunni  og sést einn hlutinn þeirra hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts