Spurningar um sykurmassa frá notendum
Hvernig fær maður dekkri lit í sykurmassann?
Það gildir um matarliti eins og aðra liti að til að ná dekkri og fallegri lit þarf að bæta meira magn af matarlit út í.
Svartur, blár og rauður hafa reynst erfiðastir viðureignar en til að ná rétta litnum þarf oft að nota 15-20 g af matarlit (þó misjafnt eftir gerðum). Hægt er að minnka magnið á svarta litnum með því að setja kakó út í sykurmassann.
Hvað er hægt að gera svo að sykurmassinn rifni ekki þegar hann er settur á kökuna?
Það eru fimm atriði sem gott er að hafa í huga:
1) Of blautur sykurmassi:
Það er öruggt mál að sykurmassinn rifnar ef hann er of blautur. Það er vel hægt að koma í veg fyrir þetta með því að taka massann upp og athuga hvort hann lekur niður. Ef hann heldur sér í “klumpnum” þá er hann tilbúinn til notkunnar. Ef hann lekur niður þá þarf að bæta meiri flórsykri saman við.
2) Bökunarmotta:
Það áhald sem við hjá mömmur.is gætum ekki verið án er bökunarmottan en hún kemur í veg fyrir að massinn rifni þegar hann er lagður á kökuna.
3) Smyrja borðflötinn vel:
Ef þú átt ekki mottu er nauðsynlegt að smyrja borðflötinn með palmínfeiti áður en sykurmassinn er flattur út á honum. Þá getur verið betra að rúlla massanum upp á kökukefli og rúlla honum síðan á kökuna.
Flórsykur getur einnig komið í staðinn fyrir palmínfeitina á borðinu.
4) Flattur of þunnt út:
Það er alltaf betra að hafa sykurmassann þykkari en þynnri þegar hann er flattur út. Þannig er betra að setja hann á kökuna og betra að móta hann ef þess þarf. Of þunnur sykurmassi er ávísun á göt og annað sem myndast þegar unnið er við að skreyta kökuna.
5) Góðir sykurpúðar:
Okkar reynsla er sú að það skiptir máli hvaða sykurpúða eru notaði. Haribo sykurpúðar hafa reynst okkur best og finnum við mikinn mun á stífleika sykurmassans þegar hann er settur yfir köku.
Hvernig fær maður fallegan sykurmassa til að gljáa?
Ef sykurmassinn er of þurr, með of miklum flórsykri verður massinn mattari. Til að fá gljáa þar að passa sig að nota vel af palmínfeiti á hendurnar þegar massinn er hnoðaður. Þannig kemur meiri gljái á sykurmassann. Einnig er hægt að kaupa sérstakan gljáa í vefverslun okkar sem heitir Gildisol en hann er notaður í þessum tilgangi.
Til að búa til sérstaka satín áferð er notað satínduft.
Hvað er gert við palmínfeitina sem nota á með sykuramassanum?
Palmínfeitin er notuð til að smyrja áhöld, borðflöt og hendur svo sykurmassinn festist ekki við.
Hvað má geyma sykurmassa lengi?
Það má geyma sykurmassann í ísskáp í ca. 1 mánuð. Þá þarf að passa upp á að geyma sykurmassann í plaspoka sem er vel lofttæmdur.
Þá er í lagi að geyma sykurmassa í ca. 6 mánuði í frysti en sykurmassinn þarf að vera í plastpoka sem er vel lofttæmdur.
Þegar sykurmassinn er notaður eftir geymslu er hann settur í nokkrar sek í örbylgjuofninn.
hæ stelpur
mig lángar svo í cars köku fyrir næstu helgi
er nokkur leið að panta eina hjá ykkur
ég er hér á skaganum
enn er að fara á námskeið hjá ykkur 27
bestu kv sigrun
Sæl
Gaman að heyra að þú ert að koma á námskeið til okkar!
Við verðum því miður að afþakka gott boð um að gera köku fyrir þig. Höfum því miður ekki tök á því.
Væri ekki sniðugt að prófa þig áfram.
Gangi þér vel
Þarf að smyrja bökunarmottuna líka
Það er nauðsynlegt að smyrja motturnar svo massinn klessist ekki við.
er hgt að borga iná reigs númer hjá ikkur ef maðu mundi vesla af ikkur ég er bara með depilkort
Það er hægt að leggja inn á okkur. Þegar þú pantar þá færðu reikningsnúmerið ásamt reikningnum í pósthólfið þitt.
Einnig hægt að koma til okkar, erum á Akranesi en þar er hægt að greiða með vísa, debet eða peningum.
hvað tekur lángantíma að fá sent frá ikkur þegar maður pantar
Við sendum samdægurs ef pöntunin og greiðslan berst fyrir kl. 16:00 á daginn. Það tekur póstinn oftast 1 dag að senda til t.d. Rvk en þeir gefa sér 1-3 daga.
Sælar
Mig langar svo að forvitnast. Ég er búin að vera annsi mikið í svona kökugerð og er nýfarin að nota fondant. Ég gerði hello kitty köku sem tókst rosalega vel en svo er ég bara í lenda í þvílíkum vandræðum núna. Ég nota alltaf helmingi meira af flórsykri en uppskriftin frá ykkur segir til og massinn verður alltaf svona hálf límkenndur einhvern vegin… Hann verður aldrei svona sléttur og fínn en svo þornar hann eins og skot þegar ég er búin að lita hann og byrjuð að vinna með hann. Hvað er ég að gera vitlaust????? :/
Gaman að fólk skuli vera að prófa sig áfram í sykurmassagerð. Skeiðarnar sem notaðar eru til að mæla vatnið í eru misstórar, þannig að þá gæti þurft meiri flórsykur en kanski ekki helmingi meiri. Gott að miða við 1 pk af Haribo sykurpúðum(175 gr) 1 pk af flórsykri og 2 1/2 msk vatn og svo má ekki gleyma palmínfeitinni. Smyrja áhöld, borðflöt og hendur vel þegar massinn er búin til. Gott að smyrja hendur af og til á meðan massinn er hnoðaður upp. Þannig veður hann líka meira glansandi. Gangi þér vel.
Eru jólasmákökuuppskriftirnar ekki lengur á vefnum?
Sælar
Notiði eitthvað til að festa skreytingarnar á fondantinn?? Lím eða eitthvað þess háttar….þá á ég við ef um fondantskreytingu er að ræða.
Kv.Bryndís
Við notum sérstakt sykurmassalím en það fæst í vefverslun okkar. http://vefverslun.mommur.is/product/details/category_id/123/product_id/204
Er reyndar uppselt í augnablikinu en kemur í vikunni.
Það má redda sér á örlitlu vatni sem er dumpað á sykurmassann. Passa samt að hafa ekki of mikið af því.
Jólauppskriftirnar koma fljótlega. Verðum með sama og í fyrra og bætum fleiri skemmtilegum hugmyndum við.
Hæhæ.
Notiði sykurpúðakrem í allar kökurnar 😉
Við notum sykurmassa á flestar kökur. Marsípan, rjómi og smjörkrem notum við líka til að skreyta með.
ég var að spá hvenar þið mynduð fá matarlitina aftur til að lita massann? 🙂
Við erum nýbúnar að fá sendingu af matarlitum. Nú erum við komnar með 30 lita úrval. Matarlitirnir koma inn í dag eða morgun.
Sælar,
Eigið þið enn myndina af piparkökujólatrénu sem var alltaf á síðunni ykkar?
Kveðja,
Kolbrún
Sælar.
Ég var að skoða vefverslunina ykkar og sá að þið eruð að selja sugarpaste.
Hver er munurinn á sugarpaste og sykurmassa?
Halló má noða matarlit inn í skyurmassan þegar maður er búinn að gera hann.
Vinsamlegast svarið. 😀