
Uppskrift fyrir ca. 20 bollur 
160 g smjör 
4 dl vatn 
1/2 tsk salt 
200 g hveiti 
4 stk stór egg – eða um 230 g af eggjum 
 Aðferð: 
 1. Bræddu smjör að mestu í potti við miðlungshita. 
 2. Settu vatn saman við smjörið og hitaðu að suðu.  
 3. Blandaðu hveiti og salti saman við og hrærðu vel. Slökktu á
 hellunni og haltu áfram að hræra þar til deigið hefur blandast vel saman og 4. farið að losna frá brúnum pottsins.
5. Settu þá deigið í hrærivélaskál og hrærðu deigið á miðlungs hraða þar til hitinn er farinn úr því.  
6. Settu eitt og eitt egg saman við deigið og hrærðu vel á milli. 
7. Settu deigið í sprautupoka eða notaðu matskeið til að móta bollur á bökunarpappír. Hægt að leika sér með lögunina og gera hring eða bollur.  
8. Bakaðu bollurnar við 190°C hita blástur  í ca. 30 mínútur. Passið að opna ekki ofninn á meðan.  









			
												
												
			









