Skoða

Sykurmassagerð

Haribo sykurpúðar

Að okkar mati hafa Haribo sykurpúðarnir komið best út. Þeir eru þéttari í sér og bragðbetri. Við höfum einnig tekið eftir því að sykurmassinn verður auðveldari í meðhöndlun, klístrast ekki og rifnar ekki í sundur þegar hann er settur á kökurnar. Við mælum því með Haribo sykurpúðum í sykurmassann.

Athugið að sykurmassa má gera nokkru áður en unnið er með hann. Sykurmassinn geymist í 1 mánuð í kæli og mun lengur ef hann er frystur ca. 6 mánuði.

Haribo Sykurmassi

Uppskrift (dugar til að hylja 28 cm köku):

* 175 g (1 poki) Haribo sykurpúðar
* 475  g Dan Sukker flórsykur (aðeins meira ef þið litið massann)
* 2-2,5  msk vatn
* 50 gr palmínfeiti eða kókósolía
* Gel-matarlitur

Aðferð:

Smyrjið áhöld og skál vel með palmínfeiti. Setjið vatn og sykurpúða í glerskál  bræðið í örbylgjuofni í ca. 2 1/2 mín. Ef ætlunin er að lita massann er best að setja matarlitinn með vatninu.  Hrærið í blöndunni á 30 sek fresti.  Þegar sykurpúðarnir hafa bráðnað er flórsykri bætt út í blönduna og þessu hnoaðað saman í höndum eða í hrærivél. Sjá nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan.

1. Áhöld undirbúin:

Það er nauðsynlegt að smyrja skálar og áhöld með palmínfeiti áður en byrjað er.

Sykurpúðarnir bræddir:

Mjög gott að nota djúpa glerskál, smyrja hana með palmínfeiti og setja vatnið og sykurpúðana í skálina. Sykurpúðarnir eru bræddir í ca. 2 1/2 mínútu fer þó eftir styrk örbylgjuofnsins. Það þarf að hræra í sykurpúðunum á ca. 30 sek. fresti til að flýta fyrir bráðnuninni og til að koma í veg fyrir að þeir þenjist út í örbylgjuofninum. Þegar sykurpúðarnir hafa bráðnað er matarliturinn settur út í og hrærður saman við blönduna. Blandan er hituð í 30 sek. til viðbótar til að hafa hana nógu heita þegar flórsykrinum er bætt saman við. Þegar sykurpúðarnir líta út eins og búðingur eru þeir bræddir að fullu.

Það er hægt að fara tvær leiðir að því að vinna sykurmassann:

Leið 1: Hnoða í höndunum

Mér finnst þessi leið henta mjög vel þar sem uppvask á skálum er minna.

Um leið og sykurpúðarnir eru bráðnaðir er flórsykri blandað saman við. Það er best að nota harða sleikju til blanda flórsykrinum saman við blönduna. Munið að smyrja sleikjuna með palmínfeiti. Fyrst er helmingnum af flórsykrinum blandað saman við bræddu sykurpúðana, hrært vel saman. Haldið áfram að bæta flórsykri við þar tl þið eruð komin með þétta blöndu. Þá er blandan sett á palmínsmurðan borðflöt með restinni af flórsykrinum undir. Hnoðið þar til þið getið tekið sykurmassann upp án þess að hann leki niður. Sykurmassinn á að haldast eins og klumpur þegar hann er tekinn upp.

Leið 2: Hrærivélin


Skref fyrir skref:


75 comments
 1. Er ekki hægt að bræða sykurpúðana einhvernvegin öðruvísi, t.d. yfir vatnsbaði? Á nefninlega engan örbylgjuofn;)

 2. Það er hægt að bræða sykurpúðana yfir vatnsbaði. Það þarf aðeins meiri þolinmæði því það tekur aðeins lengri tíma að bræða þá þannig.

 3. er nauðsynlegt að hræra saman massan með svona deig hrærara ? er ekki hægr að nota t.s T munstrið af Kitchenaid hrærivél ? 🙂

 4. Sæl

  Það er best að nota áhaldið sem hnoðar deig. Það kemur líka vel út að hræra degið saman með sleif og síðan í höndunum. Gangi þér vel!

 5. ég var að pæla… ég er að fara gera sykurmassa í fyrsta skiptið bráðlega… Bróðir minn á afmæli í September og ég ætla að reyna baka gítarköku… Þarf ég að gera sykurmassann fyrr og láta hann geymast eða er í lagi að baka hann rétt áður en ég geri kökuna ? 🙂

 6. Það er oft gott að gera sykuramssann nokkru áður en á að nota hann. Þannig flýtir maður fyrir sér þegar kemur að því að skreyta kökuna. Þá er massinn geymdur í plastpoka í kæli og síðan hitaður í 10 sek í örbylgjuofni þegar á að nota hann. Ef það hentar betur má líka vel gera massann á þeim degi sem á að nota hann.

 7. Ef ég myndi vera með 3 liti af sykurmassanum hvernig er þá beta að setja hann út í á ég að hnoða honum samn við á eftir eða hvað er best að gera

 8. Það er í góðu lagi að frysta sykuramssann. Hann geymist í ca. 6 mánuði í loftþéttum umbúðum. Þegar þú ætlar að nota hann er hann settur í örbylgjuofninn í nokkrar sek.

 9. Er feitin hituð áður en maður smyr með henni ?
  Hvernig er best að fletja út massan (kökukefli)?

 10. Það er gott að láta palmínfeitina standa aðeins við borðhita áður en hún er notuð. Þannig er auðveldara að smyrja með henni. Sumir hafa notað olíu eða sprey í stað palmín en okkar reynsla er sú að sykurmassinn verður ekki eins góður á bragðið.

 11. Þegar ég ætla að vera með nokkra liti í massanum skipti ég honum ekki bara niður á meðan hann er hvítur og lita svo? Eða hvað?

 12. Hvað dugar uppskriftin á ca. stóra köku ?

  Er mikið mál að lita massan eftir að maður er búinn að hnoðan?

 13. Þegar massinn er litaður er bæði hægt að setja matarlitinn útí þegar verið er að bræða sykurpúðana eða setja litinn í eftir á. Tannstönglar eru þá notaðir til að setja litinn í massann. Síðan þarf að hnoða hann vel.

 14. ..það er eitt sem mig langar að vita
  þar sem ég hef verið að fikra mig áfram
  og finnst þetta rosalega gaman
  að geta gert óskaafmælistertuna
  fyrir barnið á afmælisdaginn.
  Má frysta tertu sem búið er að skreyta með sykurmassa ?
  Kv, María

 15. sæl. hvaða hitastig á að vera á örrunni? sama og þegar þú bræðir súkkulaði? takk fyrr góðar uppl. hérna á síðunni

 16. Það má frysta kökuna með sykurmassanum á en það þarf að fara varlega þegar hún er tekin úr frysti. Það þarf að aðlaga hitastigið fyrir kökuna svo hún svitni ekki. Best er að setja hana í kæli í nokkra tíma, síðan á kaldan stað og síðan við stofu hita 2-3 tímum fyrir afmælið.

  Þegar sykurpúðarnir eru hitaðir er stillt á hæsta hita, en ef þú ert að bræða yfir vatnsbaði þarf að gera líkt og með súkkulaði (það tekur mun lengri tíma).

  Gangi ykkur vel.

 17. hvernig fletur maður massann út? Ég reindi að nota kökukefli en massinn klístraðist bara við..

 18. Hvernig fær maður sykurmassan svona glansandi og flottan? Ég hef einusinni gert sykurmassaköku og hún heppnaðist vel, en ég var í vandræðum með flórsykurinn. Hann var alltaf eins og slikja á kökunni (sem var nokkur dökk útaf matarlitnum, þá sást flórsykurinn betur) og ég endaði með því að pennsla með smá vatni og þá bráðnaði flórsykurinn og liturinn varð flottur. En kakan leit út eins og hún hefði “svitnað” skilurðu?

 19. hæ ég var að spá hvar maður fær svona til að gera munstur úr sykurmassanum og hvernig er besta að gera það ?

 20. Sæl, er í lagi að gera kökuna og setja smjörkremið og fondantið á hana og geyma í ísskáp 2 dögum fyrir veislu?

 21. Mér finnst best að gera kökuna tveimur dögum áður, smyrja smjökreminu og setja massann yfir. Kakan er þá geymd í kæli og tekin út nokkrum klukkutímum fyrir veisluna. Það er gott að gera sykurmassann nokkru áður en hann geymist í 1 mánuð í kæli og 6 mánuði í frysti. Þá er hann tekinn út og settur í smá stund í örbylgjuofn þegar á að nota hann.

 22. Ef ég ætla að gera tvo eða þrjá mismunandi liti, er þá betra að skipta sykurmassanum eftir að flórsykurinn hefur verið blandaður við eða áður ?

 23. Ef þú ætlar að gera nokkra litir gætir þú gert hvítan grunn og skipt honum í nokkra búta og litað hvern og einn eftir að búið er að hnoða sykurmassann. Mér finnst líka mjög gott að skipta uppskriftinni í t.d helming og setja matarlit um leið og sykurpúðarnir eru bræddir.

  Nú ef þú vilt fara auðveldustu leiðina að þessu þá erum við með matarlitaduft sem hægt að nota þegar búið að setja hvítan sykurmassann yfir kökuna. Þá er litnum dustað yfir bútinn sem þú ætlar að lita.

  http://vefverslun.mommur.is/details/matarlitaduft-cherry-pie?category_id=129

 24. Sæl mig langar svolítíð að forvitnast er hægt að skreyta t.d. piparkökur með sykurmassa? Notið þið þá smjörkrem á milli til að festa hann á þær eða er hægt að nota eitthvað annað?
  Kveðja Sigurbjörg 😉

 25. Sælar! Núna er ég búin að gera nokkrar sykurmassakökur og gengið nokkuð vel. Vandamálið hjá mér er að ég get ekki geymt sykurmassann. Eftir að ég tek hann úr ísskápnum eða frystinum, set í örbylgjuofninn og allt það, verður hann alltaf ljótur og slitnar og virkar þurr. Mjög slæmt þegar matur þarf marga liti af sykurmassa. Allt í lagi með sykurmassann þegar ég er nýbúin að laga hann. Hvað er ég að gera vitlaust? Kærar þakkir.

 26. já ég hef einmitt verið að velta því sama fyrir mér og Ingibjörg
  Gengur alltaf vel ef ég geri massan og nota strax
  en ef ég kæli hann og ætla að nota síðar þá get ég engan vegin meðhöndlað hann.
  Búin að reyna nokkrum sinnum og hann fer alltaf í ruslið hjá mér.
  Annað… ef ég er búin að fletja massan út og setja á tertuna, get ég þá þekið afskurðinn og geymt hann svona útflattan í frysti t.d. ef ég hef smjörpappír á milli laga og plasta svo. Hef stundum spáð í því upp á að geta notað þetta í fígúrur (blóm og þ.h. seinna )

 27. ef maður ætlar að dekkja massan eins og þið lýsið hér…

  “Það gildir um matarliti eins og aðra liti að til að ná dekkri og fallegri lit þarf að bæta meira magn af matarlit út í.

  Svartur, blár og rauður hafa reynst erfiðastir viðureignar en til að ná rétta litnum þarf oft að nota 15-20 g af matarlit (þó misjafnt eftir gerðum). Hægt er að minnka magnið á svarta litnum með því að setja kakó út í sykurmassann.”

  Notar maður þá kakó í staðin fyrir flórsykurinn eða bara að hluta ?
  Og verður massinn þá alveg brúnn?

 28. hæhæ,mig langar til að baka svona sykurmassaköku fyrir 1 árs stelpu, er bara að spá hvað þarf að kaupa í þetta (áhöld og svoleiðis)? væri til í smá tips 😉

 29. Það er alltaf gott að eiga sykurmassamottu, gott kökukefli, pítsaskera og kannski blómaform. Sumir eiga mottur heima og kökukefli. Um að gera að nýta allt sem er til á heimilinu en ef ekki þá er hægt að kaupa alla þessa hluti í vefverslun okkar. http://vefverslun.mommur.is

  Gangi þér vel !!

 30. takk 🙂
  en sykurmassamottur eru þær alveg nauðsynlegar.ég á nefnilega svona stóra mottu til að baka pizzu alveg ónotaða er hægt að nota hana ? hún er
  úr sílikoni 🙂

 31. Hvernig er ég sá þátt í gær þar sem að hún setti litaða hringi um allt á kökunni. Hún notaði lím sem að má borða. Er einhver önnur leið til að festa svona á?

 32. Sæl

  Það er hægt að kaupa sérstakt sykurmassalím en það hentar vel til að festa perlur, sykurmassa á sykurmassa og festa saman fígúrur

  Ef þú er bara að festa hringi þá getur gagnast vel að dumpa örlitu vatni undir massann. Passa samt að gera ekki of mikið. því þá svitnar massinn og liturinn fer að leka.

  Ef þú átt tylose duft þá getur þú sett vatn saman við og búið þannig til lím.

  Gangi þér vel.

 33. Ég nota yfirleitt sykurmassa sem ég hef útbúið aðeins áður, frysti og tek síðan út þegar ég þarf að nota hann. Þá þýði ég hann í smá stund í örbylgjunni. Ef hann er ekki eins og ég vil hafa hann þá bæti ég oft smá flórsykri við og þá lagast hann, rifnar ekki og annað. Þetta hefur ekki verið vandamál þegar ég hef gert þetta. Það þarf þó að huga að því að massinn er misjafn eftir því hvaða litur er notaður, Þegar þú ert með svartan sykurmassa þá er meiri matarlitur og þá getur hann orðið leiðinlegur í notkunn. Þá virkar flórsykursráðið til að vinna bug á að hann slitni. Mér finnst það yfirleitt merki um of blautann sykurmassa ef hann rifnar.

  Ef þið eruð að lita marga þá er oft gott að vera með hvítan grunn og lita eftir á t.d. með matarlitadufti sem mér finnst algjör snilld til að spara tíma og fyrirhöfn. Þú færð matarlitaduftið í vefverslun okkar: http://vefverslun.mommur.is/category/products/category_id/129

  Gangi ykkur vel og ekki hika við að senda fyrirspurn.

 34. Langar aðeins að segja hér með að lita t.d. svartan sykurmassa þá hefur nú komið fyrir að maður þurfi að klára liggur við dolluna af matarlitnum já eða setja líka kakó en það sem ég hef séð gerast þegar ég er búin að búa til svartan sykurmassa,þá er hann oft dökkgrár en hef svo séð hann dökkna meira og verða svartari á meðan ég geymi hann í poka og er að gera eitthvað annað t.d fletja annan lit út og svo þegar ég hef notað þann dökkgráa er svo orðin svartur.það er allavega mín reynsla en það þarf samt að nota mikið af svarta matarlitnum.langaði bara svona að segja frá þessu

 35. Hver er munurinn á matarlitunum og í hvað notar maður hverja tegund.

  Duft
  Paste
  vökvi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.