
Einföld og skemmtileg hugmynd í sjóræningjaafmælið!
Súkkulaðikaka er skorin í tvennt og smjörkrem sett á milli og utan um kökuna. Grár sykurmassi er flattur út og steinamunstur búið til með munsturmottu. Massinn er lagður yfir kökuna og kakan skreytt með svörtum borða og hvítri hausúkpu.

 
			 
												 
												 
			











 
				 
				 
				