Skoða

Snúðar eru eitt af mínu uppáhalds sætabrauði og virkilega gaman að leika sér með deigið. Hér er á ferðinni hefðbundin snúðauppskrift með kanilsykri og vanillukremi á milli.

Snúðarnir eru settir í bökunarform, bakaðir og síðan er glassúr sett yfir.  Algjör snilld og bragðið, vá.

 

  • Cook Time: 30h
  • Total Time: 2h
  • Serves: 8
  • Yield: 30 stk

Ingredients

snúðadeig:

  • 200 ml mjólk
  • 400 ml vatn
  • 100 g smjör
  • 15 g þurrger
  • 4 tsk salt
  • 1 msk sykur
  • 1 kg hveiti

Vanillukrem

  • 3 stk eggjarauður
  • 50 g sykur
  • dl mjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 1/4 msk hveiti

Glassúr

  • 200 g flórsykur
  • dl vatn
  • 1 msk síróp
  • msk brætt smjör
  • 2 tsk vanilludropar
  • matarlitur
  • 2 msk kakó

Instructions

Gerdeig

  1. Vatn, mjólk og smjör er hitað þar til smjörið hefur bráðnað.
  2. Þurrgerinu er blandað saman við ásamt sykrinum og kardimommudropunum.
  3. Salt og hveiti er sett saman við og deigið hnoðað vel.
  4. Deigið látið lyfta sér í um 1 klst.
  5. Þegar deigið hefur tvöfaldað stærð sína er það flatt út, bræddu smjöri penslað yfir deigið, kanilsykri sáldrað yfir ásamt vanillukreminu.
  6. Deigið er rúllað upp og skorið í rúllur. Rúllurnar eru settar í bökunarmót og síðan bakaðar við 180 gráður í um 25 mínútur eða þar til snúaðarnir hafa tekið á sig ljósbrúnan lit.
  7. Snúðarnir eru smurðir með glassúr.

Vanillukrem:

  1. Mjólkin er sett í pott og hituð að suðu. Eggjarauðurnar, sykurinn, vanilludroparnir og hveitið er sett í skál og hrært vel saman. Mjólkinni hellt í mjórri bunu í skálina og hrært vel. Blandan er sett aftur í pottinn og hituð þar til hún hefur þykknað. Hafa í huga að hræra stöðugt í á meðan blandan þykknar. Vanillukremið er sett ofan á snúðadeigið áður en því er rúllað upp.
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.