Skoða

Súkkulaðibitamuffins

Bakaðar í muffinssjárni sem fæst í Elko

Uppskrift:

1/2 bolli smjör (125 g)

1/2 bolli kakó

1 1/4 bolli Dan Sukker  púðursykur

1 1/4 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1 tsk salt

2 stór egg

1 dós jarðarberja jógurt

2 tsk vanilludropar

2 tsk edik

3/4 bolli mjólkursúkkulaði.

Það er mjög gott að byrja að hita muffinsjárnið áður en deigið er búið til.

 

Aðferð:

1. Bræðið smjörið og setjið til hliðar meðan annað hráefni er undirbúið.

2. Þeytið egg og púðursykur vel saman með pískara.

3. Þurrefnin eru sett saman í skál: hveiti, kakó, lyftiduft, matarsódi og salt.

4. Vökvinn er settur í aðra skál: jógúrt, smjör og vanilludropar. Edikið er sett síðast út í.

5. Blandið öllu saman og bætið súkkulaðibitum í blönduna í lokinn.

6. Setjið 1 msk í hvert muffinshólf og bakið í ca. 15 mínútur.

Skref fyrir skref:

Súkkulaðismuffins

5 comments
  1. Hæ 🙂

    Er ekki hægt að fá gröm á hráefnin í stað bolla-tal? Ég er ekki vön að baka, og veit þess vegna ekki hve stór þessi bolli á að vera :S

    Kveðja
    Fjóla Björk

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts