Þessi er algjört sælgæti og hvort sem þið trúið því eða ekki er þetta með þeim fljótlegri kökum sem ég hef bakað.
Þið verðið að prófa þessa jarðarberja brownies loku
Uppskrift
115 g lint smjör
200 g sykur
1 1/2 tsk vanilludropar
2 stór egg
65 g hveiti
35 g kakó
1 tsk salt
Aðferð:
1. Smjör, sykur, egg og vanilludropar er sett saman í skál og hrært vel, annað hvort með hrærivél eða pískara.
2. Hveiti, kakó og salt er sett saman í aðra skál, hrært saman og síðan blandað saman við hina blönduna.
3. Blandan er sett í 28 cm form, ég valdi ferkantað til að nýta sem best kökuna. Kakan á að vera mjög þunn en hver og einn ræður hversu þunn.
4. Bakað í ca. 20 mínútur við 175 gráða hita
Fylling:
Jarðarber
Þeyttur rjómi
Nóa Kropp t.d. með appelsínubragði (má sleppa)
Aðferð: Jarðarberin skorin í litla bita, rjóminn þeyttur og jarðarberjabitunum blandað saman við. Þeir sem vilja Nóa kropp á milli setja það með í blönduna.
Súkkulaði Ganache
Ofan á (súkkulaði Ganache)
100 g súkkulaði
100 ml rjómi
Rjóminn hitaður að suðu, þá tekinn af hellunni og súkkulaðinu blandanð saman við. Hrært stöðugt þar til súkkulaðið hefur bráðnað.
Hráefnunum blandað saman.
Kakan sett í mót og bökuð í 20 mínútur
Kakan er skorin í litla bita þegar hún hefur kólnað