Skoða

Piparkökuhúsaskreyting á aðventunni

Þegar piparkökur bakast…

Fyrsta í aðventu fór ég ásamt tengdafjölskyldunni minni í sumarbústað.  Áttum þar yndislegar stundir en kökuhúsaskreytingarnar toppuðu allt.  Krakkarnir skemmtu sér konunglega við skreytingarnar.

Ég mæli hiklaust með því að fólk skreyti piparkökuhús með börnunum sínum, frábær gæðastund sem ekki þarf að hafa mikið fyrir.

Áður en við héldum af stað í bústaðinn vorum við búin að undirbúa þessa frábæru gæðastund.

Kepytum tilbúin piparkökuhús í IKEA ásamt tilbúnu  kremi til að skreyta. Húsin kosta rúmlega 300 krónur svo ekki þarf að kosta miklu til þar.

Notuðum síðan gelmatarliti til að lita kremið.

Einnota sprautupokar voru notaðir til að sprauta kreminu en við klipptum örþunnt gat á hvern poka.

Nóa Síríus súkkulaðiperlurnar komu ótrúlega vel út sem skraut ásamt Nóa kroppi.

Glimmer og kökuskraut hittu líka í mark. Mikið úrval til í Hagkaup

Bræddum suðusúkkulaði frá Nóa Síríus til að setja húsin saman.  Passið að hafa súkkulaðið ekki of heitt þegar það er sett á hliðar hússins.

Ekki bara fallegt á húsunum heldur líka bragðgott. Nammi, namm…

Þá er að setja húsin saman en margar hendur hjálpuðust að við samsetninguna þar sem við skreyttum 5 hús í einu. Þarna er svili minn Gunnar að festa hliðarnar með súkkulaði.

Allir biðu spenntir eftir að húsin væru tilbúin að geta skreytt. Það tók smá tíma að setja þetta saman.

Fljótlegast að fara út en þannig tók styttri tíma fyrir súkkulaðið að kólna.  Þarna er magkona mín hún Vigdís, hún fórnaði sér fyrir fjölskylduna og fór út á pall að festa húsin.

Prófuðum líka að festa húsin með bræddum sykri, það kom líka vel út.

200 g af sykri brætt við meðalhita og þá er hægt að nota það til að festa húsin.

Einbeittur við skreytingarnar, búnir að bíða spenntir allan daginn.

Marinó Ísak yngsti sonur minn elskar allt sem tengist kökum og skreytingum.  Hann var að vonum spenntur.

Aron Elvar strákurinn minn hrifinn af súkkulaðiperlunum frá Nóa Síríus.

Flottur hann Pálmi, ánægður með skreytinguna sína.

Líf og fjör við borðið. Krakkarnir fengu að stjórna ferðinni og skreyta að villd.

Stóra stelpan hún Sigrún Amina efnileg í skreytingunum.

Piparkökubyggðin í allri sinni dýrð. Krakkarnir voru ekkert smá stoltir af húsunum sínum.

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts