-færslan er unnin í samstarfi við verslunina Bast í Kringlunni-
Bast er ein af mínum uppáhalds verslunum og er það ekki síst vegna þess að þar er að finna mikið úrval af fallegum vörum. Ég stenst hreinlega ekki kökustandana sem þar er að finna en verslunin býður upp á fjölbreytt úrval af þeim.
Bast er staðsett í Kringlunni en vörurnar má einnig finna hér í vefverslun þeirra.
Vefverslunin er fallega uppsett, vörur aðgengilegar og m.a. hægt að leita eftir litum, vörumerkjum og vöruflokkum.
Hér má sjá hvíta sígilda hringlótta kökustanda sem fáanlegir eru í tveimur stærður en það er einnig hægt að fá standana ferkantaða. Standar sem þessir henta í hvaða veislu sem er, tímalausir og mjög fallegir t.d. fyrir hærri tertur eins og fermingar- skírnar- og brúðartertur.
Glær kökudiskur með hjálmi kemur sér vel þegar ætlunin er að láta veitingarnar standa í smá tíma.
Þessi er ferlega flottur og smart í raun í hvað sem er. Einnig hægt að nota sem stand fyrir skraut, blóm eða annað sniðugt
Þessi er stílhreinn og fallegur. Æðislegur fyrir bollakökurnar, smákökökurnar eða ávextina.
Lítill og sætur standur fyrir til dæmis konfekt.
Elska litina í þessu matarstelli, svo lifandi og fallegir.
Þessi blómavasi fangaði svo sannarlega augun mín, ekkert smá flottur.
Bleikur er jú, mitt uppáhald. Fullt af bleikum og fallegum hlutum í versluninni.
Í versluninni má finna vörur frá Christian Bitz en þar er um að ræða afar glæsilegan borðbúnað í fallegum litum.
Mikið úrval af fallegum kertum. Finnst þessi rose pink æðisleg.
Verslunin býður upp á fallegar gjafavöru og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Ég má helst ekki sjá púða en þá langar mig í nýjar. Mjög fallegir púðar til sölu.
Í búðinni og þá sérstaklega vefversluninni má einnig finna stærri hluti á borð við stóla, borð og hillur.
Falleg sængurföt má finna í versluninni, gæðavara frá vörumerkinu Södahl.
Það er sérlega gaman að kíkja í Bast i Kringlunni og getur þú treyst því það verður tekið vel á móti þér.