Krakkar sem fullorðnir hafa alltaf gaman að því að fá köku sem er eins og liðstreyja uppáhalds íþróttafélagsins. Hér höfum við útfært liðstreyju ÍA liðsins.
Liðstreyja er teiknuð upp á bökunarpappír, mótið klippt út og ofnskúffustærð af súkkulaðiköku skorin út. Kakan er skorin í tvennt og smjörkrem sett á milli og utan um kökuna. Það er betra að slétta vel úr smjörkreminu með kökuspaða. Gulur sykurmassi (1/2) er flattur út og settur á kökuna. Kakan er skreytt með svörtum sykurmassa (1/4) og svörtum matartússlit.
Skref fyrir skref:
Hæ hæ hvar kaupið þið sykurmassaáhöldin ?
Sæl, flest okkar áhöld er hægt að kaupa í vefverslun okkar: http://vefverslun.mommur.is
Sykurmassaskerinn guli er svipaður og sykurmassaskerinn sem finnst á vefverslun okkar.