Skoða

I-pod (Dökkbleikur)

Ef þú þekkir einhvern sem elskar að hlusta á tónlist í i-pod þá er þetta kaka sem hittir í mark. Hvernig væri að gleða með þessari köku? Það er fátt skemmtilegra en að gera köku sem hittir í mark hjá afmælisbarninu. Það góða við þessa köku er að hún er mjög einföld í framkvæmd og kakan sem er bökuð nýtist öll. Í þessu tilfelli var bleikur litur valinn en það má auðvitað hafa hvað lit sem er.

Bleikur sykurmassi (3/4) er settur yfir ofnskúffustærð af súkkulaðiköku. Ef líkja á eftir alvöru i-pod þá er sniðugt að mjókka kökuna örlítið og skera meðafram annarri hliðinni. Kakan er skreytt með sykurmassa sem er skorinn eins og ferningur og hringur. Þá kemur sykurmassaskeri sér vel. Það er vel hægt að setja nafn afmælisbarnsins á skjáinn en hægt er að skrifa nafnið með stafamótum eða teikna þá upp með matartússlit. Stjórnborðahringurinn er skreyttur með því að skera út litla þríhyrninga og MENU orðið. Heyrnatólið er búið til með því að gera lengju (kemur sér vel að nota sykurmassabyssu) og móta heyrnatól í höndunum. Heyrnatólin eru pikkuð með sykurmassaáhaldi.

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts